Viðskipti innlent

Davíð Oddsson enn í Seðlabankanum

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson

Á vef Seðlabanka Íslands er hægt að finna margar gagnlegar og fróðlegar upplýsingar. Meðal annars er hægt að lesa allt um aðdragandann að stofnun bankans og brot úr sögu hans. Bankinn var til dæmis stofnaður með lögum árið 1961 en Landsbanki Íslands hafði áður gegnt starfi seðlabanka frá árinu 1927.

Eitthvað virðast þeir sem sjá um að uppfæra vefinn vera seinir til því Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson eru sagðir mynda núverandi stjórn bankans.

Krafan um að Davíð léti af störfum var hávær eftir að bankarnir féllu og náði ákveðnu hámarki með mótmælum fyrir utan bankann í byrjun þessa árs.

Hann lét síðan af störfum ásamt Eiríki Guðnasyni í lok febrúar eftir að breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands voru samþykkt á Alþingi. Áður hafði Ingimundur látið af störfum.

Norðmaðurinn Svein Harald Øygard var síðan ráðinn bankastjóri og gegir starfinu í dag. Það er því spurning hvort ekki þurfi að uppfæra sögu Seðlabankans frekar. Menn geta þó ef til vill sparað sér sporin og slegið tvær flugur í einu höggi þegar nýr bankastjóri verður ráðinn, en nú er farið yfir umsóknir þeirra er sóttust eftir starfinu sem auglýst var á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×