Viðskipti innlent

SPM fundar með kröfuhöfum vegna greiðslustöðvunar

Vegna greiðslustöðvunar Sparisjóðs Mýrarsýslu verður fundur með lánardrottnum haldin miðvikudaginn 13. maí nk., kl. 10:00.

Í tilkynningu um málið er vísað til auglýsinga í tveimur dagblöðum í dag. Í þeim segir að með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands, uppkveðnum 27. apríl sl., var Sparisjóði Mýrarsýslu... veitt heimild til greiðslustöðvunar...Gildir heimildin til mánudagsins 18. maí n.k., kl. 15:00, er málið verður tekið fyrir að nýju í Héraðsdómi Vesturlands.

Með vísan laga um gjaldþrotaskipti og laga um fjármálafyrirtæki er hér með boðað til fundar með lánardrottnum Sparisjóðs Mýrarsýslu þann 13. maí nk., kl. 10:00, í Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi. Er ætlunin að kynna á fundinum tillögur að aðgerðum vegna fjárhagsvanda sparisjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×