Viðskipti innlent

Dr. Marina ráðin prófessor við Háskólann á Bifröst

Dr. Marina Papanastassiou hefur verið ráðin prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Marina Papanastassiou útskrifaðist með doktorsgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Reading University árið 1995. Marina gegnir stöðu prófessors við American collegue of Greece og stöðu rannsóknarprófessors við Department of Economics and international business við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Undanfarin ár hefur Marina einnig stundað rannsóknir við East Mediterranean Center for International Business and Culture, College of Management í Ísrael og við Cambridge háskóla ásamt því að vinna ýmis ráðgjafarstörf fyrir stjórnvöld m.a í Grikklandi.

Dr Marina Papanastassiou hefur skrifað fjölmargar greinar í virt ritrýnd tímarit, bókakafla og bækur um alþjóðleg viðskipti og lagt sérstaka áherslu á vaxandi hagkerfi undanfarin ár. Hún hefur einnig verið ritrýnir við fjölmörg erlend tímarit.

Í tilkynningu segir að það sé mikill fengur að fá Dr. Marinu Papanastassiou til liðs við Háskólann á Bifröst en hún mun m.a kenna í meistaranáminu sem og að stunda rannsóknir við skólann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×