Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 17:46 Sé fólk enn að nota tæki sem nota 2G eða 3G geta þau fengið þjónustu hjá Símanum þar til um mitt næsta ár. Vísir/Vilhelm Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra. Í tilkynningu Fjarskiptastofu kemur fram að upprunalegt samkomulag hafi gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota 2G og 3G um áramótin og þó svo að Sýn hf. (Sýn) og Nova hf. (Nova) hafi þegar, að öllu eða mestu leyti, lokið útfösun kerfa sinna, þá eigi Síminn enn þá nokkuð í land, einkum hvað varðar lokun 3G-kerfisins. Sýn og Nova hafa ekki lokað sínu 3G kerfi að fullu. Í beiðni Símans frá 14. nóvember hafi komið fram að í ljósi þess fjölda viðskiptavina félagsins sem noti símtæki sem styðja ekki talrás á 4G-kerfum (VoLTE) þyki ekki skynsamlegt að hraða lokun 3G-kerfisins fyrir áramót og á þeim tíma árs sem veðurskilyrði geta verið erfið. Sýn vildi að beiðni Símans yrði hafnað Fjarskiptastofa kannaði að því loknu afstöðu Sýnar og Nova til þess að Síminn fengi enn að reka þjónustuna. Í afstöðu þeirra kom, meðal annars, fram að fengi Síminn að reka þjónustuna áfram gæti það skekkt samkeppnisaðstæður markaðar, skapað Símanum tekjur umfram aðra farnetsrekendur varðandi reikiþjónustu og að Síminn ætti ekki að njóta góðs af því að hafa vanrækt að standa við tímasetningu útfösunar. Í tilviki Sýnar var þess sérstaklega krafist að beiðni Símans yrði hafnað. Fjarskiptastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið lög, reglur eða fyrirmæli FST þótt að tímaáætlun félagsins um útfösun eldri farnetskerfa hafi ekki gengið eftir. Ekki væri því hægt að hafna beiðni Símans á grundvelli einhvers konar vanefnda félagsins. Horfa þyrfti til þeirra aðstæðna sem væru nú uppi og meta hagsmuni aðila og almennings út frá því. Mikilvægt að fólk geti hringt í 112 Niðurstaða FST var á þá leið að þótt ekki væri hægt að útiloka að tímabundin áframhaldandi þjónusta Símans á 3G kynni mögulega að hafa neikvæð áhrif á samkeppni á farnetsmarkaði, að minnsta kosti til skemmri tíma, að þá væru almanna- og öryggishagsmunir stórs hóps notenda, um að loka ekki þjónustunni á skömmum tíma yfir vetrartímann og geta á þeim tíma áfram hringt m.a. í númerið 112 úr símtækjum sínum, taldir vera mun ríkari. Var því fallist á beiðni Símans að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Síminn Sýn Tækni Öryggis- og varnarmál Nova Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Í tilkynningu Fjarskiptastofu kemur fram að upprunalegt samkomulag hafi gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota 2G og 3G um áramótin og þó svo að Sýn hf. (Sýn) og Nova hf. (Nova) hafi þegar, að öllu eða mestu leyti, lokið útfösun kerfa sinna, þá eigi Síminn enn þá nokkuð í land, einkum hvað varðar lokun 3G-kerfisins. Sýn og Nova hafa ekki lokað sínu 3G kerfi að fullu. Í beiðni Símans frá 14. nóvember hafi komið fram að í ljósi þess fjölda viðskiptavina félagsins sem noti símtæki sem styðja ekki talrás á 4G-kerfum (VoLTE) þyki ekki skynsamlegt að hraða lokun 3G-kerfisins fyrir áramót og á þeim tíma árs sem veðurskilyrði geta verið erfið. Sýn vildi að beiðni Símans yrði hafnað Fjarskiptastofa kannaði að því loknu afstöðu Sýnar og Nova til þess að Síminn fengi enn að reka þjónustuna. Í afstöðu þeirra kom, meðal annars, fram að fengi Síminn að reka þjónustuna áfram gæti það skekkt samkeppnisaðstæður markaðar, skapað Símanum tekjur umfram aðra farnetsrekendur varðandi reikiþjónustu og að Síminn ætti ekki að njóta góðs af því að hafa vanrækt að standa við tímasetningu útfösunar. Í tilviki Sýnar var þess sérstaklega krafist að beiðni Símans yrði hafnað. Fjarskiptastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið lög, reglur eða fyrirmæli FST þótt að tímaáætlun félagsins um útfösun eldri farnetskerfa hafi ekki gengið eftir. Ekki væri því hægt að hafna beiðni Símans á grundvelli einhvers konar vanefnda félagsins. Horfa þyrfti til þeirra aðstæðna sem væru nú uppi og meta hagsmuni aðila og almennings út frá því. Mikilvægt að fólk geti hringt í 112 Niðurstaða FST var á þá leið að þótt ekki væri hægt að útiloka að tímabundin áframhaldandi þjónusta Símans á 3G kynni mögulega að hafa neikvæð áhrif á samkeppni á farnetsmarkaði, að minnsta kosti til skemmri tíma, að þá væru almanna- og öryggishagsmunir stórs hóps notenda, um að loka ekki þjónustunni á skömmum tíma yfir vetrartímann og geta á þeim tíma áfram hringt m.a. í númerið 112 úr símtækjum sínum, taldir vera mun ríkari. Var því fallist á beiðni Símans að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Síminn Sýn Tækni Öryggis- og varnarmál Nova Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira