Viðskipti innlent

Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbanka Íslands og endurskoðandi Reykjavík Invest.
Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbanka Íslands og endurskoðandi Reykjavík Invest.

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar.

Í frétt okkar frá því fyrr í kvöld var sagt frá sölu Landsbankans á umræddum stofnfjárhlut í BYR, sem bankinn hafði eignast í gegnum félagið Imon, til félagsins Reykjavík Invest.Formaður skilanefndar, Lárus Finnbogason, er einnig endruskoðandi félagsins.

Í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki vilja gefa upp hvað hefði verið borgað fyrir stofnfjárhlutinn eða hvernig hann hefði verið fjármagnaður.

Í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá skilanefndinni segir að salan hafi því aldrei farið fram að því leyti að samþykki Skilanefndar skorti. Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. hafi því farið fram á að að Byr breyti stofnfjárskrá sinni til samræmis við ofangreint.

Athugasemd frá ritstjóra

Í dag var haft samband við Pál Benediktsson upplýsingafulltrúa Landsbanka Íslands og Lárus Finnbogason formann skilanefndar vegna málsins. Þeir sáu hvorugur ástæðu til þess að upplýsa um að málum væri svo háttað. Fréttastofa stendur því við frétt sína frá því fyrr í kvöld.




Tengdar fréttir

FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu.

Segja sölu Landsbankans á hlut í BYR spillingu

Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. Endurskoðandi félagsins er formaður skilanefndarinnar. Salan lyktar af atkvæðasmölun og spillingu segja stofnfjáreigendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×