Viðskipti innlent

Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins

Teymi tók yfir skuldir tveggja einkahlutafélaga þegar félagið var afskráð úr Kauphöllinni í október síðastliðnum. Einkahlutafélögin eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis.

Með því tók félagið yfir skuld þeirra við Glitni, nú Íslandsbanka en hún hljóðar upp á 829 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Einkahlutafélögin voru í eigu Árna Páls Jónssonar, forstjóra Teymis og eiginkonu hans og Ólafs Þórs Jóhannessonar fjármálastjóra Teymis og eiginkonu hans.

Þeir keyptu 70 milljónir hluta í Teymi í ágúst 2007, þegar félagið var almenningshlutafélag. Þeir voru ekki í persónulegum ábyrgðum og hefðu því aldrei getað tapað á hlutnum, en aðeins hagnast ef bréfin hefðu hækkað í verði. Þau eru hinsvegar orðin einskis virði, samkvæmt heimildum Fréttastofunnar, því skuldir Teymis nema nú um 40 milljörðum króna en eignir eru sára litlar, sem engar. Félagið er því tæknilega gjaldþrota og verður að líkindum yfirtekið af lánadrottnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×