Fjölmargir og miklir óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá 12. maí 2009 10:30 Óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt er í dag eru fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, breytingum á alþjóðlegu samstarfi, frekari stóriðjuframkvæmdum og ástandi á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að við hrun íslensku bankanna haustið 2008 í alþjóðlegri fjármálakreppu varð grundvallarbreyting á íslensku efnahagslífi. Stór hluti af fjárhagslegum auði landsmanna þurrkaðist út, gengi krónunnar hrapaði, vextir hækkuðu og fjármálastarfsemi fór í uppnám. Sú þróun hefur framkallað djúpan samdrátt í innlendri eftirspurn, aukin gjaldþrot fyrirtækja og fjöldaatvinnuleysi. Í lok ársins 2008 tóku tekjur ríkissjóðs að dragast hratt saman og útgjöld að aukast og nam tekjuhalli 1,2% af landsframleiðslu það ár. Árið 2009 mun hallinn aukast mikið og nema 12,6% af landsframleiðslu. Vegna aðgerða stjórnvalda er gert ráð fyrir að hallinn dragist hratt saman á komandi árum og að ríkissjóður verði með tekjuafgang árið 2013. Með niðurgreiðslu skulda verða stoðir ríkissjóðs treystar á komandi árum. Í framreikningum fyrir árin 2012-2014 er reiknað með hóflegum hagvexti á tímabilinu, eða um 2,6% á ári að meðaltali; að verðbólga verði lítil og stöðug, eða 2,5%, smávægilegur halli verði á viðskiptajöfnuði, eða 1,5% af landsframleiðslu, og atvinnuleysi verði 4,1% af vinnuafli að meðaltali. Stjórnvöld hafa brugðist við vandanum með margþættum aðgerðum samkvæmt efnahagsáætlun sem lögð var fram í nóvember 2008 í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Markmiðið er að endurreisa bankakerfið, opna á gjaldeyrismarkaðinn og treysta stoðir opinberra fjármála. Auk þess hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr áhrifum áfallsins á heimili og fyrirtæki sem miðast við að endurheimta jafnvægi, bjartsýni og hagvöxt. Útlit er fyrir að næstu skref efnahagsáætlunarinnar gangi vel fyrir sig og að á komandi misserum taki efnahagslífið smám saman við sér. Áætlað er að landsframleiðslan hafi aukist um 0,3% árið 2008 þegar mikill samdráttur varð í innlendri eftirspurn en viðsnúningur í utanríkisviðskiptum vó upp á móti. Árið 2009 er áætlað að landsframleiðslan dragist saman um 10,6% þegar þjóðarútgjöld lækka um fimmtung en jákvæð breyting á utanríkisviðskiptum vegur upp helming lækkunarinnar. Spáð er að hagvöxtur verði 0,6% árið 2010, þegar fjárfesting í stóriðju vex á meðan aðrir eftirspurnarliðir dragast áfram saman en af minnkandi þunga. Árið 2011 er spáð að hagvöxtur verði um 5% þegar einkaneysla og fjárfesting í öðrum atvinnuvegum taka við sér og fara að aukast á ný. Vegna snaraukins halla á þáttatekjujöfnuði í kjölfar bankahrunsins er áætlað að viðskiptahalli hafi verið 34,6% af landsframleiðslu árið 2008. Árið 2009 er reiknað með að hallinn verði 2,0% af landsframleiðslu þegar afgangur verður á vöru- og þjónustujöfnuði, en alþjóðleg verðsamkeppnisstaða íslenskra framleiðenda er með besta móti um þessar mundir. Smávægilegur afgangur verður á viðskiptajöfnuði árið 2010 en 1,1% halli árið 2011. Fram eftir árinu 2008 var atvinnuleysi lítið en hefur stóraukist og verður að meðaltali 9,0% af vinnuafli árið 2009 og 9,6% árið 2010 en 7,5% af vinnuafli árið 2011. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu minnkar þegar fram í sækir. Verðbólga jókst mikið þegar líða tók á árið 2008 í kjölfar gengislækkunar krónunnar og nam 12,7% að meðaltali það ár. Eftir að gengi krónunnar styrktist hefur dregið úr verðbólgu og er áætlað að hún nemi 10,2% í ár en minnki hratt og verði 1,6% árið 2010 og 1,9% árið 2011. Gert er ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt árið 2009 og verði 11,8% að meðaltali það ár, en 4,3% árið 2010 og 4,8% árið 2011. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt er í dag eru fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, breytingum á alþjóðlegu samstarfi, frekari stóriðjuframkvæmdum og ástandi á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að við hrun íslensku bankanna haustið 2008 í alþjóðlegri fjármálakreppu varð grundvallarbreyting á íslensku efnahagslífi. Stór hluti af fjárhagslegum auði landsmanna þurrkaðist út, gengi krónunnar hrapaði, vextir hækkuðu og fjármálastarfsemi fór í uppnám. Sú þróun hefur framkallað djúpan samdrátt í innlendri eftirspurn, aukin gjaldþrot fyrirtækja og fjöldaatvinnuleysi. Í lok ársins 2008 tóku tekjur ríkissjóðs að dragast hratt saman og útgjöld að aukast og nam tekjuhalli 1,2% af landsframleiðslu það ár. Árið 2009 mun hallinn aukast mikið og nema 12,6% af landsframleiðslu. Vegna aðgerða stjórnvalda er gert ráð fyrir að hallinn dragist hratt saman á komandi árum og að ríkissjóður verði með tekjuafgang árið 2013. Með niðurgreiðslu skulda verða stoðir ríkissjóðs treystar á komandi árum. Í framreikningum fyrir árin 2012-2014 er reiknað með hóflegum hagvexti á tímabilinu, eða um 2,6% á ári að meðaltali; að verðbólga verði lítil og stöðug, eða 2,5%, smávægilegur halli verði á viðskiptajöfnuði, eða 1,5% af landsframleiðslu, og atvinnuleysi verði 4,1% af vinnuafli að meðaltali. Stjórnvöld hafa brugðist við vandanum með margþættum aðgerðum samkvæmt efnahagsáætlun sem lögð var fram í nóvember 2008 í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Markmiðið er að endurreisa bankakerfið, opna á gjaldeyrismarkaðinn og treysta stoðir opinberra fjármála. Auk þess hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr áhrifum áfallsins á heimili og fyrirtæki sem miðast við að endurheimta jafnvægi, bjartsýni og hagvöxt. Útlit er fyrir að næstu skref efnahagsáætlunarinnar gangi vel fyrir sig og að á komandi misserum taki efnahagslífið smám saman við sér. Áætlað er að landsframleiðslan hafi aukist um 0,3% árið 2008 þegar mikill samdráttur varð í innlendri eftirspurn en viðsnúningur í utanríkisviðskiptum vó upp á móti. Árið 2009 er áætlað að landsframleiðslan dragist saman um 10,6% þegar þjóðarútgjöld lækka um fimmtung en jákvæð breyting á utanríkisviðskiptum vegur upp helming lækkunarinnar. Spáð er að hagvöxtur verði 0,6% árið 2010, þegar fjárfesting í stóriðju vex á meðan aðrir eftirspurnarliðir dragast áfram saman en af minnkandi þunga. Árið 2011 er spáð að hagvöxtur verði um 5% þegar einkaneysla og fjárfesting í öðrum atvinnuvegum taka við sér og fara að aukast á ný. Vegna snaraukins halla á þáttatekjujöfnuði í kjölfar bankahrunsins er áætlað að viðskiptahalli hafi verið 34,6% af landsframleiðslu árið 2008. Árið 2009 er reiknað með að hallinn verði 2,0% af landsframleiðslu þegar afgangur verður á vöru- og þjónustujöfnuði, en alþjóðleg verðsamkeppnisstaða íslenskra framleiðenda er með besta móti um þessar mundir. Smávægilegur afgangur verður á viðskiptajöfnuði árið 2010 en 1,1% halli árið 2011. Fram eftir árinu 2008 var atvinnuleysi lítið en hefur stóraukist og verður að meðaltali 9,0% af vinnuafli árið 2009 og 9,6% árið 2010 en 7,5% af vinnuafli árið 2011. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu minnkar þegar fram í sækir. Verðbólga jókst mikið þegar líða tók á árið 2008 í kjölfar gengislækkunar krónunnar og nam 12,7% að meðaltali það ár. Eftir að gengi krónunnar styrktist hefur dregið úr verðbólgu og er áætlað að hún nemi 10,2% í ár en minnki hratt og verði 1,6% árið 2010 og 1,9% árið 2011. Gert er ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt árið 2009 og verði 11,8% að meðaltali það ár, en 4,3% árið 2010 og 4,8% árið 2011.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira