Fleiri fréttir

Vorið byrjar vel hjá McDonald‘s

Hátekjuskattar þeir sem boðaðir voru í fjárlagafrumvarpinu sem breski fjármálaráðherrann Alistair Darling kynnti þann 22. apríl síðastliðinn hafa hlotið misjöfn viðbrögð.

Ráðherra ver milljarða innspýtingu

„Ástandið kemur ekki til með að breytast á einni nóttu,“ segir Kaoru Yosano, fjármálaráðherra Japans, en aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar.

Vilja stýra Byr

Hópur stofnfjáreigenda og annarra velunnara Byrs sparisjóðs hefur ákveðið að bjóða sig til forystustarfa í sparisjóðnum á aðalfundi hans þann 13. maí. Í hópnum er meðal annars Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marels.

Tekist á um Arsenal

Kaupsýslumaðurinn Stephen Perry reynir hvað hann getur til að tryggja dreifða eignaraðild í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Bandaríski viðskiptajöfurinn Stan Kroenke sem á 28,3% hlut í félaginu reyndi nýverið að fjárfesta í 8% sem er í eigu Carr-fjölskyldunnar. Þá er búist við að rússenski stálrisinn Alisher Usmanov blandi sér einnig í baráttuna en nú þegar á hann 25% hlut í knattspyrnufélaginu.

Kröfuhafar Landsbankans á Guernsey fá 25% í ágúst

Þeir sparifjáreigendur sem áttu innistæður hjá Landsbankanum á Guernsey munu fá 25% af þeim borgaðar út í ágúst n.k. Þetta kemur fram í frétt á BBC en fólkið hefur þegar fengið 30% af fé sínu endurgreitt.

Störfum fækkaði um hálfa milljón á mánuði

Í aprílmánuði fækkaði störfum um 539 þúsund í Bandaríkjunum sem er talsvert minna en undanfarna mánuði. Spár gerðu ráð fyrir að 600 þúsund störf myndu tapast. Í mars fækkaði störfunum um 699 þúsund. Frá því í desember 2007 hefur efnahagslíf Bandaríkjanna tapað 5,7 milljón starfi.

Ferilskrár umsækjenda reyndust gallaðar í 94% tilvika

Sérfræðingar hafa komist að því að 94% þeirra sem sækja um störf eiga á hættu að fá ekki starfið vegna fingurbrjóta í ferilskrám(CV) sínum. Hér er um að ræða atriði eins og ranga stafsetningu, lélegt málfar og uppsetningu á skránum.

S&P íhugar að lækka lánshæfismat Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) íhugar nú að lækka lánshæfismat Landsvirkjunar og hefur sett fyrirtækið á athugunarlista hjá sér með neikvæðum horfum. Sem stendur er langtímaeinkunn Landsvirkjunar BBB- og til skamms tíma er hún A-3.

Toyota með mesta tap Japanssögu

Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári.

Stýrivextirnir koma til með að bíta víðar

Skortur á erlendu lánsfé kemur til með að þrengja kosti fólks og fyrirtækja á lánamarkaði. Samningar um að erlendir kröfuhafar eignuðust nýju bankana hefðu breytt allri þeirri mynd og líkast til orðið til að styðja við gengi krónu, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Bakkavör hækkað um tæp 29%

Bakkavör var á mikilli siglingu í kauphöllinni í dag og hækkað um tæp 29%. Hinsvegar lækkaði Century Aluminium um tæp 11%.

Brugga bjór á gömlum bóndabæ

Eigendur Ölvisholts brugghúss framleiða 300 þúsund lítra af bjór á ári í gömlu fjárhúsi og hlöðu í Ölvisholti í Árnessýslunni. „Það var búskapur þarna, en við breyttum húsnæðinu og settum upp framleiðslu," segir Bjarni Einarsson,

Byr lækkar vexti

Byr sparisjóður mun lækka innláns- og útlánsvexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og tekur breytingin gildi frá og með mánudeginum 11. maí.

Hildur ráðin nýr stjóri hjá Sævari Karli

Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Vigfúsar Guðbrandssonar og Co. ehf. sem rekur verslunina Sævar Karl í Bankastræti.

Bakkavör átti daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um 27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,08 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 3,33 prósent og Össurar um 3,12 prósent.

Uppgjör útrásarvíkinga í Svíþjóð - 288 milljarðar horfnir

Í ársbyrjun 2008 áttu íslensku útrásarvíkingarnir ráðandi hluti í sænskum fyrirtækjum og félögum sem metnir voru á 18 milljarða sænskra kr. eða 288 milljarða kr. Í dag er þetta allt horfið eða „gufað upp" eins og það er orðað í úttekt sænska tímaritsins Veckans Affärer.

Verslanir BT eru opnar áfram

Skiptastjóri þrotabús BT verslananna vill taka það fram vegna frétta í gærdag um að fallið hafi verið frá kaupum Haga á BT að verslanir BT eru áfram opnar.

Eigið fé Landsafls ehf. er neikvætt

Fyrir liggur að eigið fé félagsins er neikvætt samkvæmt drögum af óendurskoðuðu uppgjöri ársins 2008. Helsta ástæða þessa er að fjármögnun félagsins er að stærstum hluta í erlendum gjaldmiðlum og hefur veiking íslensku krónunnar haft neikvæð áhrif á eigið fé félagsins.

Bakkavör í mikilli uppsveiflu

Bakkavör hefur verið í mikilli uppsveiflu í kauphöllinni í morgun. Hafa hlutir í félaginu hækkað um 20,7%.

Makaskipti orðin helmingur af fasteignaviðskiptum

Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur verið að færast í aukana undanfarna mánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Þannig voru um það bil helmingur allra fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl mánuði afgreiddur með makaskiptum og 40% í mars.

Sparisjóðirnir lækka vexti

Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 11. maí. Einnig verður breyting á innlendum gjaldeyrisreikningum.

Veltir fyrir sér merkingu orðsins „umtalsvert“

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans sem birt var samhliða ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti bankans í gær segir að nefndin vænti þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar í júní þegar næsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á dagskrá.

Atvinnuleysi minnkar í fyrsta sinn síðan í október

Atvinnulausum fækkar milli mánaðanna apríl og maí og hefur það ekki gerst síðan í október s.l. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 17.511 á atvinnuleysisskrá þann 8. apríl s.l. en í dag er talan 17.351 sem er fækkun um 160 einstaklinga.

Samstarf Norðurlanda um erfðaauðlindir kynnt hjá SÞ

Norðurlöndin starfa meðal annars með genabönkum í Afríku og Mið-Asíu og þau reka öryggisgeymslu fyrir fræ á Svalbarða. Fræ frá stórum hluta heimsins eru þegar geymd í geymslunum á Svalbarða.

Hagnaður vátryggingarfélaga nam 819 milljónum í fyrra

Hagnaður innlendra vátryggingafélaga af skaðatryggingarekstri (vátryggingarekstri öðrum en líftryggingarekstri) nam 819 milljónum kr. á árinu 2008. Hagnaður félaganna af þessum rekstri nam 2,7 milljarðar kr. árið 2007.

Tæp 600 fyrirtæki í greiðsluþrot frá áramótum

Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa 580 íslensk fyrirtæki farið í greiðsluþrot, þar af hafa 319 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. Flest fyrirtæki störfuðu í byggingariðnaði eða 151 fyrirtæki. Næstflest fyrirtæki störfuðu á sviði verslunar og þjónustu eða samtals 109 fyrirtæki.

Stærra skref en við var búist

Stýrivextir eru 13 prósent eftir lækkun. Enn frekari lækkun er boðuð í júní. Ekki er talið að veik króna trufli áframhaldandi hraða hjöðnun verðbólgu. Kallað er á lækkun bankavaxta, helst meiri en nemi stýrivaxtalækkuninni.

Tíu bankar kolféllu á álagsprófi

Alls féllu tíu bandarískir bankar á álagsprófi sem fyrir þá var lagt á dögunum. Prófið á að ganga úr skugga um það hversu viðbúnir bankarnir eru til þess að bregðast við aðstæðum fari kreppan versnandi. Alls vantaði bönkunum tíu 74,6 milljarði dollara til þess að standast prófið.

Ekkert félag lækkaði í dag

Ekkert félag lækkaði í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,3% og stendur í 245 stigum.

Atorka fær PwC í Danmörku til að leggja mat á eignir

Stjórn Atorku ákveðið að leita til PricewaterhouseCoopers (PwC) í Danmörku til að leggja vandað heildstætt mat á virði eignasafnsins og líklega þróun þar á næstu árin. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu.

Hætt við kaup Haga á verslunum BT

Hætt hefur verið við kaup Haga á verslunum og viðskiptavild tölvuverslana BT sem gerður var þann 20. nóvember síðastliðin. Það er gert vegna athugasemda sem komu fram að hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga Jóhannessyni hrl. skiptastjóra BT verslana ehf.

Athugasemd vegna fréttar um Storebrand

Talsmaður Arion safnreiknings vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd vegna fréttar af gengistapi Kaupþings í kauphöllinni í Osló í gær. Þar féllu hlutir í Storebrand um 11,5% í kjölfar lélegs uppgjör félagsins eftir fyrsta ársfjórðung.

Sjá næstu 50 fréttir