Viðskipti innlent

Forseti Evrópusambands sparisjóða sendir Steingrími bréf

Heinrich Haasis
Heinrich Haasis
Heinrich Haasis, forseti Evrópusambands sparisjóða, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra opið bréf er varðar mikilvægi sparisjóðanna við endurreisn íslenska bankakerfins.

Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðunum á Íslandi segir að í bréfi Haasis komi fram að hin alþjóðlega fjármálakreppa krefjist mikils af stjórnvöldum,fjármálageiranum og iðnaði og að íslenskt efnaghagslíf gangi nú í gegnum mikla prófraun.

Hann segir að það sé lífspursmál fyrir Ísland að taka réttar ákvarðanir nú varðandi framtíð bankakerfisins og ef það takist verði efnahagsbatinn varanlegur og taki styttri tíma en ella. Haasis segir að íslenska sparisjóðakerfið sé í einstakri aðstöðu til að hjálpa til við endurreisn íslensks efnahags og ef þeir fá það hlutverk sé það afar skilvirk leið og gefi góð fyrirheit varðandi þá stefnu sem íslensk stjórnvöld marka sér.

Heilindi og ábyrgð eru hornsteinn sparisjóðakerfisins og það er stefna sparisjóðanna að bjóða öllum landsmönnum fjármálaþjónustu í sínu heimahéraði. Þeir eru hornsteinn í héraði og það er í eðli þeirra að horfa lengra en til skammtímagróða. Haasis segir í bréfinu að núverandi ástand hafi staðfest og jafnvel styrkt viðskiptamódel sparisjóðanna, en að það viðskiptamódel hafi verið gagnrýnt í mörg ár fyrir að vera gamaldags og jafnvel óskilvirkt.

Þetta módel hafi þó sannað sig nú og sparisjóðirnir hafa skarað framúr í því umhverfi sem nú er uppi og grunnurinn að því er viðskiptamódel þeirra.

Haasis leggur áherslu á að það sé ómögulegt að tala um stöðugt efnahagsumhverfi án sparisjóðanna því þeir sjá um að þjónusta nærsamfélagið og þau svæði sem eru utan hringiðu fjármálageirans.

Bréfið í heild má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×