Viðskipti innlent

Greiðslustöðvun Landic Property framlengd til ágúst

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fallast á beiðni Landic Property hf. um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Var greiðslustöðvunin framlengd til 6. ágúst n.k.

Eigið fé Landic Property er neikvætt samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri ársins 2008. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í síðustu viku.

Í tilkynningunni sagði að eins og áður hefur komið fram vinnur Landic Property hf. að fjárhagslegri endurskipulagningu á rekstri félagsins. Þann 16. apríl tilkynnti félagið að gengið hefði verið frá sölu á fasteignasafni félagsins í Finnlandi og jafnframt að skrifað hafi verið undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum.

Í framhaldi af því sótti félagið um greiðslustöðvun til þess að gæta jafnræðis meðal kröfuhafa Landic Property hf. á meðan lokið er við endurskipulagningu félagsins og gengið frá samningi um sölu eigna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×