Viðskipti innlent

MP banki opnar fyrsta útibúið á 10 ára afmælinu

Lára Huld Grétarsdóttir og Björg Hauksdóttir opnuðu útibú bankans formlega ásamt Margeiri Péturssyni. Þær Lára og Björg hafa starfað í MP Banka nánast frá stofnun.
Lára Huld Grétarsdóttir og Björg Hauksdóttir opnuðu útibú bankans formlega ásamt Margeiri Péturssyni. Þær Lára og Björg hafa starfað í MP Banka nánast frá stofnun.

MP Banki hf. fagnaði tveimur áföngum í dag, 10 ára afmæli og opnun fyrsta útibúsins að Borgartúni 26 í Reykjavík.

MP Banki hf. var stofnaður árið 1999 og hét þá MP Verðbréf. Árið 2003 fékk bankinn fjárfestingabankaleyfi og bauð þá alhliða fjárfestingabankaþjónustu.

MP Banki fékk fullt viðskiptabankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreignarsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Í apríl sl. tók Netbanki MP til starfa og opnun útibúsins í dag markar enn ný tímamót.

Í tilkynningu segir að MP Banki býður nú alhliða viðskiptabankaþjónustu ásamt heildarlausnum í eignastýringu fyrir einstaklinga og fjárfesta með mismunandi áherslur. MP Banki annast miðlun verðbréfa á innlendum og erlendum mörkuðum jafnhliða margvíslegum verkefnum tengdum þjónustu og ráðgjöf til einstaklinga, stærri og smærri fyrirtækja, sjóða og opinberra aðila.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×