Viðskipti innlent

Metur FIH-bankann á 40 milljarða og tap SÍ er því 35 milljarðar kr.

JPMorgan metur verðmæti FIH-bankans á 2 milljarða danskra króna eða rúmlega 40 milljarða króna. Þetta kemur fram á börsen.dk í dag en JPMorgan hefur verið ráðgefandi við sölumeðferðina á FIH að undanförnu. Samkvæmt þessu mun Seðlabanki Íslands tapa 35 milljörðum króna á veði sínu í FIH.

Eins og kunnugt er af fréttum veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljóna evra lán, eða 75 milljarða króna, skömmu fyrir gjaldþrot Kaupþings. Var lánið með veði í FIH sem á þeim tímapunkti var metinn á sjö milljarða danskra króna, eða rúmlega 140 milljarða króna.

Miðað við þessar tölur hefur Seðlabankinn því tapað 35 milljörðum króna á láninu. Fram kemur á Börsen að aðeins einn banki sýni nú áhuga á því að kaupa FIH en það er SEB í Svíþjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×