Viðskipti innlent

Actavis stígur fyrstu skrefin inn á Kóreumarkað

Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Actavis.
Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Actavis.

Actavis skrifaði í vikunni undir samning við kóreska lyfjafyrirtækið J&M Pharma um dreifingu á lyfjum Actavis í Suður-Kóreu. Þetta eru fyrstu skref Actavis inn á þarlendan lyfjamarkað, en lyf Actavis eru þegar seld í mörgum löndum Asíu og Eyjaálfu, þar á meðal í Singapúr, Hong Kong, Kína, Ástralíu, Indónesíu, Taívan, Malasíu og Víetnam.

"Þetta eru mikilvæg skref inn á Kóreumarkaðinn, sem er stór lyfjamarkaður í vexti. Nú tekur við uppbygging fyrir framtíðina. Við bindum miklar vonir við samstarfið við J&M og vonumst til að geta sett lyf frá Actavis á markað í Suður-Kóreu sem fyrst," segir Hörður Þórhallsson, Framkvæmdastjóri á markaðssviði Actavis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×