Fleiri fréttir

Enn hækkar Bakkavör

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um tæp 3,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur þessu samkvæmt hækkað um tæp 19 prósent á tæpri viku.

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Vikan hefur byrjað á jákvæðum nótum á þeim fjármálamörkuðum sem hafa opnað úti í hinum stóra heimi í dag. Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á mörkuðum í Asíu auk þess sem hlutabréfaverð hefur verið á uppleið í Evrópu.

Warren Buffet í innkaupaferð um Evrópu

Ofurfjárfestirinn og ríkasti maður heims, Warren Buffet, heldur í innkaupaferð til Evrópu í dag. Hann hefur áhuga á að kaupa sig inn í stærstu fjölskyldufyrirtæki álfunnar.

Hvar búa allir milljarðamæringarnir?

Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman topp tíu lista yfir þær borgir þar sem flestir milljarðamæringar búa. Tímaritið skilgreinir þá milljarðamæringa sem eru metnir á meira en einn milljarð bandaríkjadollara.

BA greiðir arð í fyrsta skipti í sjö ár

Breska flugfélagið British Airways (BA) ætlar að greiða út arð í fyrsta skiptið í sjá ár eftir hagnaður félagsins jókst snarlega í lok ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BA sendi frá sér á föstudag.

Norrænir seðlabankar styðja við bakið á okkur

Seðlabanki Íslands getur fengið allt að 1,5 milljarða evra að láni hjá seðlabönkum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur samkvæmt nýju samkomulagi sem kynnt var í gær. Í kjölfarið styrktist gengi krónunnar um þrjú prósent og lánakjör bæði ríkis og viðskiptabanka bötnuðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Samkomulagi Seðlabanka fagnað

Viðskiptaráð fagnar samkomulagi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. Sama gerði forsætisráðuneytið.

Frost í hagkerfinu má ekki verða of mikið

Bankarnir þurfa erlendan gjaldeyri að láni frá Seðlabankanum til að stuðla að frekari styrkingu krónunnar. Verðbólguskotið gæti nú gengið yfir með eðlilegum hætti. Horft er til fleiri samninga Seðlabankans um gjaldeyrisskipti.

Kaupsamningum fækkar verulega

Fjörutíu og fimm kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu þann 9. maí til og með 15. maí 2008. Þar af voru 28 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.411 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,4 milljónir króna.

Samþykkt að taka bréf Flögu og Icelandic Group úr viðskiptum

Kauphöll Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Flögu Group hf. og Icelandic Group hf. úr viðskiptum, samkvæmt beiðnum félaganna. Hlutabréf Flögu verða tekin úr viðskiptum eftir lokun þann 12. júní. Hlutabréf í Icelandic Group verða tekin úr viðskiptum þann 16. júní.

Bakkavör leiddi hækkanalestina

Gengi hlutabréfa í Bakkavör leiddi hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag þegar það rauk upp um tæp tíu prósent. Gengi annarra félaga hækkaði nokkuð á síðasta viðskiptadegi vikunnar en einungis þrjú féllu.

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ

Sigurður Jónsson mun láta af störfum framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu hinn 1. júní næstkomandi og taki að sér önnur verkefni fyrir atvinnurekendur.

Annar veruleiki við upphaf viðskipta

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut.

Traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf

Í samningum sem Seðlabanki Íslands gerði við seðlabanka í Danmörku, Svíðþjóð og Noregi felst traustsyfirlýsing og skilningur á því að íslenska hagkerfið sé miklu sterkara en svartsýnustu menn töluðu um.

Gengi DeCode hækkar um 25 prósent

Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut.

Hráolíuverð slær öll met

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 127,4 dali á tunnu á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Verðið hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum og hefur aldrei verið hærra.

Undirstöður íslensks fjármálakerfisins eru sterkar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands mikilvægan áfanga til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu.

Ekki um neyðaraðstoð að ræða

Seðlabanki Íslands hefur tryggt sér aðgang að 1,5 milljarði evra með samningum við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Samningurinn eykur svigrúm Seðlabankans til að lána íslensku viðskiptabönkunum lán í evrum.

Viðskiptaráð segir gjaldeyrissamkomulag gott fyrsta skref

Viðskiptaráð fagnar samkomulagi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Svíðþjóðar, Noregs og Danmerkur um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga og segir þá mikilvægt fyrsta skref til að efla trúverðugleika bankans og íslensks hagkerfis.

Börsen segir samningana vera björgunaraðgerð

Viðskiptablaðið Börsen segir í morgun að gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabankans við aðra seðlabanka á Norðurlöndunum séu björgunaraðgerðir til að aðstoða aðþrengdan Seðlabanka Íslands.

Exista áfram með 19,98% hlut í Sampo

Sampo sendi í dag flöggunartilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki þess efnis að Exista hf. fari áfram með A-hluti í Sampo sem nemur 19,98% af heildarhlutafé í félaginu að teknu tilliti til samþykktrar niðurfellingar á hlutum í Sampo.

Kippur í Kauphöllinni í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um 5,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Svipaða sögu var að segja um meirihluta skráðra félaga eftir að Seðlabanki Íslands tilkynninti um gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka sem veitir aðgang að 1,5 milljörðum evra.

Greining Glitnis spáir 12,1% ársverðbólgu í maí

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% í maí. Gangi spáin eftir heldur 12 mánaða verðbólga áfram að aukast og mælist 12,1% í maí samanborið við 11,8% í apríl.

Góður hagvöxtur í Japan í byrjun árs

Hagvöxtur jókst um 3,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Japan, samkvæmt nýjustu hagtölum landsins. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að mikil eftirspurn sé eftir japönskum vörum í öðrum Asíulöndum, svo sem í Kína, og því hafi samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum ekki sett skarð í japanskar hagtölur.

Gengi krónu tekur stökkið

Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið.

Þórhallur í lok dags

Þórhallur Ásbjörnsson hjá Greiningardeild Kaupþings var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag.

Icelandair breytir skipulagi sölu- og markaðsmála

Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi sölu- og markaðsmála hjá Icelandair. Þannig hefur millistjórnendum verið fækkað og nýtt fólk ráðið til starfa. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla markaðs- og sölustarfsemina, stytta ákvörðunarferli og einfalda boðleiðir eins og segir í tilkynningu.

Bakkavör tók flugið

Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið um rúmar 10 krónur á hlut frá mánaðamótum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar ekki verið lægri síðan um síðustu páska.

Fjárfestingarrisi í mínus

Blackstone Group, umsvifamesta fjárfestingarfélag heims, tapaði 66,5 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Félagið hagnaðist um 838,5 milljónir dala eftir skatt á sama tíma í fyrra.

Hlutabréfin niður en gengið á uppleið

Úrvalsvísitalan hefur lækkað örlítið í fyrstu viðskiptum dagins eða um 0.2% og stendur nú í 4.820 stigum. Á sama tíma hefur gengisvísitalan lækkað um 1,15% og gengið því styrkst sem því nemur.

Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk

„Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigur­jón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta.

Barclays afskrifar 1,7 milljarð punda

Breski bankinn Barclays afskrifaði 1,7 milljarð punda úr bókum sínum vegna niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á fyrsta ársfjórðungi. Þetta jafngildir 253 milljörðum íslenskra króna. Bankinn birtir uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins á næstu dögum og er reiknað með því að það verði nokkuð verra en á sama tíma í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir