Viðskipti erlent

Minni verðbólga í Bandaríkjunum en búist var við

Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði minna en búist var við í apríl , eða um 0,2% samanborið við 0,3% í mars.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að útkoman endurspeglar lækkun á leigu- og húsgagnaverði sem vó upp á móti mestu hækkun matvælaverðs í 18 ár. Ef matvæla- og orkuverð er ekki tekið með í reikninginn jókst verðbólga í Bandaríkjunum um 0,1% í apríl.

Svo virðist sem fyrirtæki haldi verðlagi í hófi til að laða að sér viðskiptavini í kjölfar dræms hagvaxtar undanfarna tvo ársfjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×