Viðskipti innlent

SÍ á gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra

Með gjaldeyrisskiptasamningum þeim sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert við seðlabanka á Norðurlöndunum á bankinn nú gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra.

Í umræðunni að undanförnu hefur verið rætt um að til að vel ætti að vera þyrfti Seðlabankinn að eins gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 6-8 milljarða evra eða í kringum 1.000 milljarða kr. Með samningunum við seðlabankana á Norðurlöndunum má segja að bankinn sé kominn ríflega hálfa leið að þessu marki.

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir að gjaldeyrisskiptasamningarnir við Norðurlöndin séu jákvætt spor í rétt átt en meira þurfi til svo vel eigi að vera. „En það er gott að sjá að Seðlabankinn á vini erlendis sem eru tilbúnir til að standa við bakið á bankanum ef illa fer," segir Ingólfur.

Ingólfur telur að þetta síðasta útspil Seðlabankans muni hafa jákvæð áhrif á markaðinn. Raunar hefur gengið þegar styrkst um rúm fjögur prósent í morgun.

Þá telur Ingólfur að skuldatryggingarálag bankana muni lækka í dag af þessum sökum. Raunar hafi álagið á ríkissjóð þegar lækkað um 45 punkta og á bankana um 10-20 punkta.


Tengdar fréttir

Gengi krónu tekur stökkið

Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið.

Geir Haarde fagnar samningum Seðlabankans

Geir Haarde forsætisráðherra segir í yfirlýsingu að hann fagni þeirri tilkynningu sem gefin var út í dag um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.

Viðskiptaráð segir gjaldeyrissamkomulag gott fyrsta skref

Viðskiptaráð fagnar samkomulagi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Svíðþjóðar, Noregs og Danmerkur um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga og segir þá mikilvægt fyrsta skref til að efla trúverðugleika bankans og íslensks hagkerfis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×