Viðskipti innlent

Traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf

Í samningum sem Seðlabanki Íslands gerði við seðlabanka í Danmörku, Svíðþjóð og Noregi felst traustsyfirlýsing og skilningur á því að íslenska hagkerfið sé miklu sterkara en svartsýnustu menn töluðu um. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í hádegisviðtali Stöðvar 2.

Davíð segir að íslensku bankarnir hafi ef til vill farið og geyst en þeir hafi ekki séð þá atburðarrás fyrir sem varð á alþjóðamarkaði. Bankarnir séu nú að laga sig að þeim aðstæðum sem komnar eru upp.

Davíð bendir á að markaðurinn hafi tekið vel í tíðindi morgunsins og meðal annars hafi skuldatryggingarálag bankanna minnkað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×