Viðskipti innlent

Icelandair breytir skipulagi sölu- og markaðsmála

Guðmundur Óskarsson, nýr forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar.
Guðmundur Óskarsson, nýr forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar.

Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi sölu- og markaðsmála hjá Icelandair. Þannig hefur millistjórnendum verið fækkað og nýtt fólk ráðið til starfa. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla markaðs- og sölustarfsemina, stytta ákvörðunarferli og einfalda boðleiðir eins og segir í tilkynningu.

Þannig hefur Guðmundur Óskarsson, sem verið hefur markaðsstjóri Icelandair í Skandinavíu, verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og viðskipaþróunar. Guðmundur hefur starfað hjá Icelandair í fjögur ár og var áður markaðsstjóri Icelandair í Mið-Evrópu.

Bjarni Birkir Harðarson.

Þá hefur Bjarni Birkir Harðarson, sem verið hefur sölustjóri Icelandair í Noregi í eitt og hálft ár, verið ráðinn svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu með aðsetur í Kaupmannahöfn.

Enn fremur hefur Hjörvar Sæberg Högnason, sem verið hefur sölustjóri Icelandair á íslenska sölusvæðinu, verið ráðinn svæðisstjóri Icelandair fyrir Bretland og Írland með aðsetur í London. Hann hefur starfað hjá Icelandair í fjögur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×