Viðskipti innlent

Segir Glitnir vera að biðla til erlendra fjárfesta

Breska viðskiptablaðið The Financial Times heldur því fram að Glitnir hafi átt í óformlegum viðræðum við erlenda fjárfesta um að þeir myndu kaupa hlut í bankanum.

Þetta kemur fram í grein sem sett var á vefsíðu blaðsins í gærkvöldi. Lárus Welding forstjóri Glitnis vildi ekki tjá sig um viðræðurnar í samtali við blaðið en segir að bankinn hafi áhuga á því að fá fleiri alþjóðlega fjárfesta inn í hluthafahóp sinn. Og Lárus bætti því við að bankinn teldi að fjárfestarnir gætu nú séð kauptækifæri í Glitni eftir að hlutabréf í bankanum féllu í kjölfar gengisfalls krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×