Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn segir danska banka í viðkvæmri stöðu

Danski seðlabankinn varar við því að danskir bankar séu komnir í viðkvæma stöðu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu seðlabankans um fjármálastöðugleikann í Danmörku.

 

Lausafjárkreppan á alþjóðmörkuðum frá sumrinu 2007 hefur komið við kaunin á dönskum bönkum að því leyti að fjármörgnun þeirra er orðin dýrari.

 

"Á síðustu árum hafa útlán bankanna aukist óvenjumikið og þá aukningu hefur ekki verið hægt að mæta með auknum vexti í innlánum," segir í skýrslu Danska seðlabankans. "Þetta gerir bankana viðkvæma fyrir þeim óróleika sem er á alþjóðavettvangi og hefur dregið úr möguleikum þeirra á að fjármagna sig til lengri tíma á peninga- og fjármagnsmörkuðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×