Viðskipti innlent

Börsen segir samningana vera björgunaraðgerð

Viðskiptablaðið Börsen segir í morgun að gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabankans við aðra seðlabanka á Norðurlöndunum séu björgunaraðgerðir til að aðstoða aðþrengdan Seðlabanka Íslands.

Á fréttaveitunni Bloomberg er rætt við Sven Gjedrem seðlabankastjóra Noregs sem segir að samningarnir séu gerðir til að aðstoða íslensk stjórnvöld við að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi.

"Á tímum óvissu og óróleika er það skylda seðlabanka að vinna saman," segir Sven Gjedrem í samtali við Bloomberg.

Börsen segir meðal annars að Seðlabanki Íslands sé aðþrengdur vegna fallandi gengis krónunnar, vaxandi verðbólgu og vandamála í hluta af bankastarfsemi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×