Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir 12,1% ársverðbólgu í maí

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% í maí. Gangi spáin eftir heldur 12 mánaða verðbólga áfram að aukast og mælist 12,1% í maí samanborið við 11,8% í apríl.

Tólf mánaða verðbólga eykst milli mánaða ef spá greiningar Glitnis gengur eftir og hefur ekki mælst hærri í tæpa tvo áratugi.

Hækkanir á innfluttum vörum leiða hækkunina að þessu sinni og á það sérstaklega við um eldsneyti en heimsmarkaðsverð olíu hefur haldið áfram að hækka síðustu vikur kostar nú fatið um 125 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×