Viðskipti innlent

Kaupsamningum fækkar verulega

Fjörutíu og fimm kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu þann 9. maí til og með 15. maí 2008. Þetta er umtalsvert minna en meðaltal síðustu tólf vikna segir til um en það hefur verið 74 á viku samkvæmt tölum Fasteignamats Ríkisins.

Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku var 1.411 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,4 milljónir króna.

Þremur kaupsamningum var þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 64 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,2 milljónir króna.

Fjórum kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 88 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,1 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×