Viðskipti erlent

BA greiðir arð í fyrsta skipti í sjö ár

MYND/365

Breska flugfélagið British Airways (BA) ætlar að greiða út arð í fyrsta skiptið í sjá ár eftir hagnaður félagsins jókst snarlega í lok ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BA sendi frá sér á föstudag.

Stjórnarformaður BA, Willie Walsh, segist ekki ætla að taka við bónusgreiðslu sem hann á rétt á vegna klúðursins sem varð þegar BA flutti höfuðstöðvar sínar í nýja flugstöð á Heathrow flugvelli.

Walsh varaði jafnframt við því að félagið stæði frammi fyrir mikilli aukningu í rekstarkostnaði á þessu ársfjórðungi þar sem olíuverð hefur hækkað mikið. Þar spilar einnig inn í kostnaður vegna fyrrnefnds flutnings á höfuðstöðvunum.

Hagnaður síðasta árs nam 680 milljónum punda en hann var 290 milljón punda árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×