Viðskipti erlent

Sádar ætla að auka framleiðslu

Sádí Arabar ætla að auka framleiðslu sína á olíu um 300.000 tunnur á dag frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt á fundi OPEC sem nú er haldinn í landinu

Eftir aukninguna munu Sádar, sem er stærstu olíuframleiðendur í heimi, framleiða um 9,45 milljónir tunna á dag.

Þessi aukning á framleiðslunni er að hluta til kominn vegna þrýstings frá George Bush bandaríkjaforseta sem er staddur er í Sádí Arabíu vegna fundarins. Hann er undir miklum þrýstingi heima fyrir vegna þess hve hátt bensínverð er um þessar mundir.

Íranir gangrýndu ákvörðun Sáda og segja hana pólitíska.

Tilkynning Sáda er strax farin að hafa áhrif en verðið á tunnunni lækkaði í gær og stendur nú í 126,3 dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×