Viðskipti innlent

Greining Kaupþings spáir 13% ársverðbólgu í maí

Greining Kaupþings spáir 2% hækkun vísitölu neysluverðs í maí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 13% samanborið við 11,8% verðbólgu í apríl.

Að mati greiningarinnar koma frekari áhrif gengisbreytinga fram í verðlagi nú í maí. Á sama tíma og áhrif gengisbreytinga koma fram er uppsöfnuðum kostnaðarhækkunum hleypt út í verðlagið.

Gangi verðbólguspá greiningar Kaupþings eftir er líklegt að tólf mánaða verðbólga endi í kringum 12% í lok ársins. Á árinu 2009 mun hins vegar draga hratt úr verðbólguhraðanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×