Viðskipti innlent

Hlutabréfin niður en gengið á uppleið

Úrvalsvísitalan hefur lækkað örlítið í fyrstu viðskiptum dagins eða um 0.2% og stendur nú í 4.820 stigum. Á sama tíma hefur gengisvísitalan lækkað um 1,15% og gengið því styrkst sem því nemur.

Mesta hækkun í kauphöllinni hefur verið hjá Bakkavör eða 2,4%, Marel hefur hækkað um 0,8% og Landsbankinn um 0,8%.

Mesta lækkun hefur orðið hjá Icelandair eða 0,9%, Kaupþing hefur lækkað um 0,9% og 365 um 0,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×