Hvar búa allir milljarðamæringarnir? 18. maí 2008 20:38 Oleg Deripaska, ríkasti maðurinn í Moskvu ásamt vini sínum, Roman Abramovich Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman topp tíu lista yfir þær borgir þar sem flestir milljarðamæringar búa. Tímaritið skilgreinir þá milljarðamæringa sem eru metnir á meira en einn milljarð bandaríkjadollara. Í tíunda sæti er Tókíó. Þar búa 15 milljarðamæringar. Þeir voru mun fleiri árið 2002 en hefur fækkað mjög undanfarin ár. Þeir stærstu sem þar búa eru stofnandi netþjónustfyrirtækisins SoftBank, Masayoshi Son og eigandi drykkarvöru fyrirtækisins Suntory, Nobutada Saji. Meðalmilljarðamæringur í Tókíó er metinn á 2,6 milljarða bandaríkjadala Í níunda sæti situr Dallas í Bandaríkjunum. Þar er allt morandi í olíujöfrum á borð við T. Boone Pickens og Ray Lee Hunt en þar býr einnig Mark Cuban, eigandi NBA liðsins Dallas Mavericks. Í Dallas búa 15 milljarðamæringar, eins og í Tókíó, en þeir eru að meðaltali metnir á aðeins meira en kollegar þeirra í Japan eða 2,8 milljarða dollara. Í áttunda sæti er San Francisco. Í borginni búa 19 milljarðamæringar. Þrátt fyrir að netbólan sé fyrir löngu sprunginn þénuðu margir af milljarðamæringum borgarinnar sitt fé á netfyrirtækjum. Þar má nefna tvo ríkustu menn borgarinnar þá Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google. Auk þeirra má nefna stofnanda PayPal, Peter Thiel og stofnanda Facebook Mark Zuckerberg Í sjöunda sæti kemur svo Mumbai á Indlandi. Þar búa 20 milljarðamæringar sem metnir eru að meðaltali á 7,6 milljarð dollara hver. Það gerir Mumbai að þeirri borg í heiminum sem er með ríkustu milljarðamæringana. Af þeim allra ríkustu í Mumbai má nefna bræðurna Mukesh og Anil Ambani en sá fyrrnefndi er nú að reisa sér heimili sem verður á 27 hæðum og mun kosta tvo milljarða dollara. Í sjötta sæti er Los Angeles. Borg englanna. Þar búa 24 milljarðamæringar. Þótt þekktasti milljarðamæringurinn sem þar býr, Steven Spielberg, sé frægur fyrir að vera í skemmtanaiðnaðinum eru flestir milljarðamæringar borgarinnar ekki með peningana sína í þeim bransa. Í fimmta sæti er Hong Kong. Þar búa 30 milljarðamæringar, sem er það mesta sem nokkur asísk borg getur státað af. Sá ríkasti í borginni heitir Li Ka-shing en hann stýrir asíska símarisanum Hutchison Whampoa. Sonur hans, Richard, er svo nokkuð öflugur sjáfur en hann seldi dýrustu landareign Japans árið 2006 fyrir 1,7 milljarða dollara. Í fjórða sæti er Istanbúl. Það kemur kannski einhverjum á óvart en þar búa 34 milljarðamæringar. Þess má geta að í Tyrklandi öllu búa 35 milljarðamæringar og því allir nema einn búsettir í Istanbúl. Ríkastur þeirra er Mehmet Emin Karamehmet sem fjárfest hefur í síma- og internetfyrirtækjum víðs vegar um heim. Í þriðja sæti kemur svo London. Þar búa 36 milljarðamæringar. Á meðal þeirra má nefna fumkvöðulinn Richard Branson, fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Philip Green og ríkasta mann Evrópu, Indverjann Lakshmi Mittal. Ríkasti Bretinn sem býr í London er hins vegar Gerald Grosvenor, sem jafnframt er ríkasti meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Í öðru sæti er New York. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem úttekt Forbes skilar borginni ekki í efsta sætið yfir flesta milljarðamæringana. Í New York búa 71 milljarðamæringar og eru þeir að meðaltali metnir á 3,3 milljarða dollara. Í fyrsta sæti er svo að sjálfsögðu Moskva, þar sem olígarkarnir ráða ríkjum. Þeir eru alls 74 og eru metnir að meðaltali á 5,9 milljarða dollara hver. Það er í raun ótrúlegt þegar það er haft í huga að árið 2002 bjuggu aðeins fimm milljarðamæringar í borginni. Sá ríkasti í Moskvu heitir Oleg Deripaska og er hann metinn á 28 milljarða. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman topp tíu lista yfir þær borgir þar sem flestir milljarðamæringar búa. Tímaritið skilgreinir þá milljarðamæringa sem eru metnir á meira en einn milljarð bandaríkjadollara. Í tíunda sæti er Tókíó. Þar búa 15 milljarðamæringar. Þeir voru mun fleiri árið 2002 en hefur fækkað mjög undanfarin ár. Þeir stærstu sem þar búa eru stofnandi netþjónustfyrirtækisins SoftBank, Masayoshi Son og eigandi drykkarvöru fyrirtækisins Suntory, Nobutada Saji. Meðalmilljarðamæringur í Tókíó er metinn á 2,6 milljarða bandaríkjadala Í níunda sæti situr Dallas í Bandaríkjunum. Þar er allt morandi í olíujöfrum á borð við T. Boone Pickens og Ray Lee Hunt en þar býr einnig Mark Cuban, eigandi NBA liðsins Dallas Mavericks. Í Dallas búa 15 milljarðamæringar, eins og í Tókíó, en þeir eru að meðaltali metnir á aðeins meira en kollegar þeirra í Japan eða 2,8 milljarða dollara. Í áttunda sæti er San Francisco. Í borginni búa 19 milljarðamæringar. Þrátt fyrir að netbólan sé fyrir löngu sprunginn þénuðu margir af milljarðamæringum borgarinnar sitt fé á netfyrirtækjum. Þar má nefna tvo ríkustu menn borgarinnar þá Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google. Auk þeirra má nefna stofnanda PayPal, Peter Thiel og stofnanda Facebook Mark Zuckerberg Í sjöunda sæti kemur svo Mumbai á Indlandi. Þar búa 20 milljarðamæringar sem metnir eru að meðaltali á 7,6 milljarð dollara hver. Það gerir Mumbai að þeirri borg í heiminum sem er með ríkustu milljarðamæringana. Af þeim allra ríkustu í Mumbai má nefna bræðurna Mukesh og Anil Ambani en sá fyrrnefndi er nú að reisa sér heimili sem verður á 27 hæðum og mun kosta tvo milljarða dollara. Í sjötta sæti er Los Angeles. Borg englanna. Þar búa 24 milljarðamæringar. Þótt þekktasti milljarðamæringurinn sem þar býr, Steven Spielberg, sé frægur fyrir að vera í skemmtanaiðnaðinum eru flestir milljarðamæringar borgarinnar ekki með peningana sína í þeim bransa. Í fimmta sæti er Hong Kong. Þar búa 30 milljarðamæringar, sem er það mesta sem nokkur asísk borg getur státað af. Sá ríkasti í borginni heitir Li Ka-shing en hann stýrir asíska símarisanum Hutchison Whampoa. Sonur hans, Richard, er svo nokkuð öflugur sjáfur en hann seldi dýrustu landareign Japans árið 2006 fyrir 1,7 milljarða dollara. Í fjórða sæti er Istanbúl. Það kemur kannski einhverjum á óvart en þar búa 34 milljarðamæringar. Þess má geta að í Tyrklandi öllu búa 35 milljarðamæringar og því allir nema einn búsettir í Istanbúl. Ríkastur þeirra er Mehmet Emin Karamehmet sem fjárfest hefur í síma- og internetfyrirtækjum víðs vegar um heim. Í þriðja sæti kemur svo London. Þar búa 36 milljarðamæringar. Á meðal þeirra má nefna fumkvöðulinn Richard Branson, fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Philip Green og ríkasta mann Evrópu, Indverjann Lakshmi Mittal. Ríkasti Bretinn sem býr í London er hins vegar Gerald Grosvenor, sem jafnframt er ríkasti meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Í öðru sæti er New York. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem úttekt Forbes skilar borginni ekki í efsta sætið yfir flesta milljarðamæringana. Í New York búa 71 milljarðamæringar og eru þeir að meðaltali metnir á 3,3 milljarða dollara. Í fyrsta sæti er svo að sjálfsögðu Moskva, þar sem olígarkarnir ráða ríkjum. Þeir eru alls 74 og eru metnir að meðaltali á 5,9 milljarða dollara hver. Það er í raun ótrúlegt þegar það er haft í huga að árið 2002 bjuggu aðeins fimm milljarðamæringar í borginni. Sá ríkasti í Moskvu heitir Oleg Deripaska og er hann metinn á 28 milljarða.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira