Viðskipti innlent

Icelandic Group tapar 880 milljónum á fyrsta ársfjórðungi

Finnbogi A. Baldvinsson.
Finnbogi A. Baldvinsson.

Icelandic Group tapaði 7,3 milljónum evra, um 880 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið hins vegar um 277 milljónir króna.

Finnbogi A. Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, segir að reksturinn hafi verið samkvæmt áætlunum. Hann bendir á mikil áhrif gengisþróunar á félagið en gengistap nemur tæpum 900 milljónum króna en að á móti komi að vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins lækki um 37 milljónir evra.

Þá bendir Finnbogi á að góður árangur hafi náðst í því að minnka rekstrarkostnað Icelandic um 17 prósent þegar fyrstu fjórðungar þessar og síðasta árs eru bornir saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×