Viðskipti innlent

Undirstöður íslensks fjármálakerfisins eru sterkar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands mikilvægan áfanga til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðherra. Þar segir einnig að Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafi undanfarið unnið hörðum höndum að margþættum aðgerðum til að styrkja stoðir fjármálakerfisins og koma réttum og skýrum skilaboðum á framfæri til þeirra sem fylgjast með á erlendri grundu.

„Undirstöður íslensks fjármálakerfis eru sterkar og samningarnir við hina norrænu banka styrkja þær enn frekar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×