Viðskipti erlent

SABMiller boðar frekari hækkanir á bjór í ár

SABMiller næststærsti bjórframleiðandi í heimi segir að verð á bjór muni hækka á næstunni vegna hækkandi heimsmarkaðsverð á korni og lélegrar uppskeru á humlum.

Verð á bjór frá Miller hækkaði um 7% á síðasta ári og frá áramótum hefur verðið hækkað um 4%. Þrátt fyrir þessar hækkanir jókst salan hjá Miller á síðasta ári. Mesta söluaukningin varð í Kína eða um 15%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×