Fleiri fréttir Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. 3.4.2008 09:41 Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag. 3.4.2008 09:29 Danski seðlabankinn segir lánasamkomulag ekki fyrir hendi Viðskiptablaðið Börsen hefur eftir talsmanni danska seðlabankans í morgun að lánasamkomulag milli seðlabanka Norðurlandanna sé ekki fyrir hendi. 3.4.2008 08:55 Norrænir seðlabankar gætu þurft að bjarga íslensku bönkunum Finnska viðskiptablaðið Kauppalehti greinir frá því í dag að Seðlabanki Finnlands gæti þurft að hlaupa undir bagga með íslenskum bönkum lendi þeir í miklum ógöngum. Samkvæmt blaðinu gerðu norrænu seðlabankarnir samkomulag fyrir fjórum árum síðan sem miðaði að því að koma á stöðugleika í bankakerfi svæðisins. 3.4.2008 07:38 Askar Capital með hjáleið í stærri erlend lán Askar Capital hafa milligöngu um lán til sveitarfélaga og fyrirtækja frá erlendum bönkum. Bankinn varð Hafnarfjarðarbæ úti um erlent lán með 75 punkta skuldatryggingarálagi, sem er margfalt minna álag en á skuldabréf bæði ríkis og stóru bankanna. 3.4.2008 07:00 Funduðu í febrúar Bankastjórn Seðlabankans ræddi við fulltrúa bankastjórnar evrópska seðlabankans, þegar um miðjan febrúar. Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, bankastjórar Seðlabankans, hittu þá að máli Jürgen Stark, sem situr í bankastjórn evrópska seðlabankans, í húsakynnum Seðlabankans 3.4.2008 00:01 Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu „Slíkur fundur hefur ekki komist á,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 3.4.2008 00:01 Jón Bjarki í lok dags Jón Bjarki Bendtsson hjá Greiningu Glitnis var gestur Björgvins Guðmundssonar í viðtalsþættinum Í lok dags í dag. Hægt er að sjá viðtalið með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. 2.4.2008 18:41 Fitch staðfestir lánshæfismat á Straumi-Burðarás Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. Lánshæfismat á langtímaeinkunn og almenn lánum er BBB- og eru langtímahorfur stöðugar. 2.4.2008 19:36 Jón Bjarki í lok dags Jón Bjarki Bendtsson hjá greiningardeild Glitnis var gestur Björgvins Guðmundssonar í lok dags. Hægt er að horfa á viðtalið hér. 2.4.2008 17:07 Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,9% í dag Úrvalsvísitalan gaf aðeins eftir seinnipart dagsins, hafði hækkað um 2,9% við lok markaðarins og er 5.185 stig. 2.4.2008 15:58 Leifur Welding selur sinn hlut í Saltfélaginu Einn stofnanda Saltfélagsins Leifur Welding hefur selt sinn hlut í félaginu til Pennans. Eftir þessar breytingar er Saltfélagið að fullu í eigu Pennans. Saltfélagið er húsgagna og hönnunarverslun við Grandagarð 2. Þar rekur einnig Te & Kaffi kaffihús. www.saltfelagid.is 2.4.2008 14:13 Rannsókn FME verður flýtt eins og kostur er Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort einhverjir aðilar hafi reynt að dreifa neikvæðum orðrómi um íslenska markaðinn með skipulögðu hætti verður flýtt eins og kostur er. 2.4.2008 14:12 Ekki fleiri uppsagnir í fjármálageiranum en áður „Frá áramótum eru uppsagnir hjá þeim sem ekki hafa fengið fastráðningu um 100 í öllu kerfinu,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna Fjármálafyrirtækja. Mikil umræða hefur verið um uppsagnir í fjármálageiranum undanfarið í kjölfar ástandsins í geiranum. 2.4.2008 13:47 Geir Haarde talaði markaðinn upp í góða stöðu Allt bendir til að Geir Haarde forsætisráðherra hafi tekist að styrkja gengi krónunnar og tala hlutabréfamarkaðinn upp í góða stöðu í dag. Frá því að viðtal við hann birtist í Financial Times í morgun hefur gengi krónunnar styrkst um rúm 3 prósent og úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4 prósent. 2.4.2008 13:27 Skipti hækka hlutafé vegna kaupa á Sensa og Anza Stjórn Skipta hefur ákveðið að nýta heimild til hækkunnar á hlutafé félagsins vegna kaupanna á Sensa ehf. og Anza hf. 2.4.2008 13:00 BBC fjallar um efnahagsárásirnar á Ísland BBC birtir í dag frétt undir fyrirsögninni "Efnahagur Íslands undir árás" . Þar er fjallað um hugsanlegar mótaðgerðir Íslendinga á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði gegn vogunarsjóðum sem sagðir eru í árás gegn fjármálamarkaðinum. 2.4.2008 12:34 Askar Capital sáu um lánið fyrir Hafnarfjörð Askar Capital hefur lokið lántöku á 25 milljónum evra fyrir Hafnarfjarðarbæ. Bærinn óskaði eftir umsjón fyrirtækisins með lántöku til fjármögnunar á framkvæmdum bæjarins. Um er að ræða 25 milljón evra lán að jafnvirði um 3 milljarðar kr. 2.4.2008 11:22 NIBC afskrifar 300 milljónir evra vegna undirmálslána Eignarhaldsfélagið NIBC Holding, eigandi hollenska bankans NIBC, tilkynnti í gær að það hefði afskrifað 300 milljónir evra af verðbréfum tengdum bandarískum húsnæðislánum. 2.4.2008 11:09 Verslað með hluti í Landsbankanum á genginu 51,2 Utanþingsviðskipti voru í morgun með hluti í Landsbankanum á genginu 51,20 sem er langt yfir genginu í kauphöllinni nú sem stendur í 29,70. 2.4.2008 10:17 Miklar hækkanir á markaðinum Miklar hækkanir hafa verið á nokkrum félögum á markaðinum frá því að kauphöllin opnaði í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75 prósent og stendur nú í 5.125 stigum. 2.4.2008 10:11 Krónan styrkist um tæp 2,5% Krónan hefur styrkst um tæp 2,5% frá því að gjaldeyrismarkaðurinn opnaði í morgun. Gengisvísitalan er komin niður í 150,7 stig. 2.4.2008 09:58 Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins. 2.4.2008 09:30 Bankaráðsmaður Seðlabankans segir Ísland ekki að bráðna "Í núverandi fjármálakreppu er minni ástæða til að hafa áhyggjur af Íslandi en mörgum öðrum stöðum. Ísland er ekki að bráðna niður," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af bankaráðsmönnum Seðlabankans í grein sem birt er eftir hann í blaðinu Wall Street Journal í dag. 2.4.2008 09:09 Geir Haarde hótar beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum Geir Haarde forsætisráðherra segir að Ísland sé reiðubúið til að beita beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum sem taldir eru standa fyrir árásum á fjármálakerfi landsins. 2.4.2008 08:45 Spila sókn en ekki vörn Milestone hyggst færa allar íslenskar eigur félagsins undir sænska fjármálafyrirtækið Invik. Í viðtali við Óla Kristján Ármannsson segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, búið að marka skýra stefnu til framtíðar með sókn inn á norrænan fjármálamarkað. Innan tveggja ára er stefnt að skráningu Invik í OMX Nordic Exchange-kauphöllina í Stokkhólmi. 2.4.2008 08:00 Reynt að semja um fjárhagslegt bakland erlendis Seðlabankinn ræðir við erlenda seðlabanka og fleiri um samning um gjaldmiðlaskipti. Einnig stendur til að taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. 2.4.2008 00:01 Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnarþenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verðtryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. 2.4.2008 00:01 Bankahólfið: Uppsagnir Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. 2.4.2008 00:01 Konur fara eftir leikreglum karlanna „Ungar konur sem vilja ná langt verða að fara eftir leikreglum karla. Ég gerði það sjálf. Það var eina leiðin og ég fékk það sem ég vildi,“ segir Karin Forseke, fyrrverandi forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna slíkri stöðu í heiminum og situr í stjórn breska fjármálaeftirlitsins. 2.4.2008 00:01 Ímynd og sparisjóður Ímyndarvísitala bankanna er mæld tvisvar á ári. Í síðustu mælingu styrktist staða íslensku sparisjóðanna mest milli ára. 2.4.2008 00:01 Feiknastuð á Wall Street Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða. 1.4.2008 21:28 Bjarni í lok dags Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins var gestur Björgvins Guðmundssonar í lok dag. Hæg er að sjá viðtalið með því að smella á hlekkinn. 1.4.2008 17:12 Úrvalsvísitalan náði rúmlega 5.000 stigum Úrvalsvísitalan náði að hífa sig upp fyrir 5.000 stigin seinni part dagsins í dag. Lokagildi hennar var 5.041 stig sem er lækkun upp á 0,21%. 1.4.2008 15:42 Mars var annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf Mars var annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf samkvæmt yfirliti um markaðinn frá kauphöllinni. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í mánuðinum var 564 milljarðar kr. en í janúar s.l. var metið sett eða 683 milljarðar kr. 1.4.2008 15:25 Standard & Poor’s einnig með neikvæða athugun Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur til athugunar lánshæfiseinkunnir fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs með neikvæðum vísbendingum. 1.4.2008 15:03 Börsen segir ótta um hrun auka þrýstingin á krónuna Viðskiptablaðið Börsen fjallar um fréttirnar frá Fitch í dag undir fyrirsögninni "Óttinn við hrun eykur þrýstinginn á krónuna". Sem kunnugt er af fréttum hefur Fitch breytt lánshæfishorfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Og Fitch er með bankana þrjá á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. 1.4.2008 14:18 Fitch breytir horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í neikvæðar Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hafi verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. 1.4.2008 13:34 Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað mest Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað mest á fyrsta ársfjórðungi ársins borin saman við helstu vísitölur hlutabréfa í þróaðri löndum. Icelandic Group, FL Group, SPRON og Exista voru þau félög sem féllu um og yfir 50 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. 1.4.2008 13:14 Fitch skoðar lækkun á lánshæfismati bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis og tveggja annarra banka á Íslandi til skoðunar með möguleika á lækkun. 1.4.2008 11:17 Wallenberg fjölskyldan íhugar kaup á Nordea Wallenberg fjölskyldan sænska íhugar nú að reyna kaupin á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Industri. 1.4.2008 11:09 Krónan hefur lækkað fimm mánuði í röð Krónan veiktist um 15,3% í marsmánuði, og er það fimmti mánuðurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar, en miklar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar undanfarna mánuði. 1.4.2008 10:43 Neikvæð opnun á markaðinum Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á neikvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,47% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.027 stigum. 1.4.2008 10:29 Exista hefur tryggt sér 88 prósent í Skiptum Fjárfestingafélagið Exista hefur tryggt sér nærri 88 prósent af hlutafé í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. 1.4.2008 10:20 Nokkrir gjalddagar krónubréfa framundan Nokkrir gjalddagar krónubréfa eru framundan nú í apríl en alls gjaldfalla krónubréf að nafnvirði 16 milljarða kr. innan mánaðarins. 1.4.2008 10:13 Sjá næstu 50 fréttir
Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. 3.4.2008 09:41
Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag. 3.4.2008 09:29
Danski seðlabankinn segir lánasamkomulag ekki fyrir hendi Viðskiptablaðið Börsen hefur eftir talsmanni danska seðlabankans í morgun að lánasamkomulag milli seðlabanka Norðurlandanna sé ekki fyrir hendi. 3.4.2008 08:55
Norrænir seðlabankar gætu þurft að bjarga íslensku bönkunum Finnska viðskiptablaðið Kauppalehti greinir frá því í dag að Seðlabanki Finnlands gæti þurft að hlaupa undir bagga með íslenskum bönkum lendi þeir í miklum ógöngum. Samkvæmt blaðinu gerðu norrænu seðlabankarnir samkomulag fyrir fjórum árum síðan sem miðaði að því að koma á stöðugleika í bankakerfi svæðisins. 3.4.2008 07:38
Askar Capital með hjáleið í stærri erlend lán Askar Capital hafa milligöngu um lán til sveitarfélaga og fyrirtækja frá erlendum bönkum. Bankinn varð Hafnarfjarðarbæ úti um erlent lán með 75 punkta skuldatryggingarálagi, sem er margfalt minna álag en á skuldabréf bæði ríkis og stóru bankanna. 3.4.2008 07:00
Funduðu í febrúar Bankastjórn Seðlabankans ræddi við fulltrúa bankastjórnar evrópska seðlabankans, þegar um miðjan febrúar. Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, bankastjórar Seðlabankans, hittu þá að máli Jürgen Stark, sem situr í bankastjórn evrópska seðlabankans, í húsakynnum Seðlabankans 3.4.2008 00:01
Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu „Slíkur fundur hefur ekki komist á,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 3.4.2008 00:01
Jón Bjarki í lok dags Jón Bjarki Bendtsson hjá Greiningu Glitnis var gestur Björgvins Guðmundssonar í viðtalsþættinum Í lok dags í dag. Hægt er að sjá viðtalið með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. 2.4.2008 18:41
Fitch staðfestir lánshæfismat á Straumi-Burðarás Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. Lánshæfismat á langtímaeinkunn og almenn lánum er BBB- og eru langtímahorfur stöðugar. 2.4.2008 19:36
Jón Bjarki í lok dags Jón Bjarki Bendtsson hjá greiningardeild Glitnis var gestur Björgvins Guðmundssonar í lok dags. Hægt er að horfa á viðtalið hér. 2.4.2008 17:07
Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,9% í dag Úrvalsvísitalan gaf aðeins eftir seinnipart dagsins, hafði hækkað um 2,9% við lok markaðarins og er 5.185 stig. 2.4.2008 15:58
Leifur Welding selur sinn hlut í Saltfélaginu Einn stofnanda Saltfélagsins Leifur Welding hefur selt sinn hlut í félaginu til Pennans. Eftir þessar breytingar er Saltfélagið að fullu í eigu Pennans. Saltfélagið er húsgagna og hönnunarverslun við Grandagarð 2. Þar rekur einnig Te & Kaffi kaffihús. www.saltfelagid.is 2.4.2008 14:13
Rannsókn FME verður flýtt eins og kostur er Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort einhverjir aðilar hafi reynt að dreifa neikvæðum orðrómi um íslenska markaðinn með skipulögðu hætti verður flýtt eins og kostur er. 2.4.2008 14:12
Ekki fleiri uppsagnir í fjármálageiranum en áður „Frá áramótum eru uppsagnir hjá þeim sem ekki hafa fengið fastráðningu um 100 í öllu kerfinu,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna Fjármálafyrirtækja. Mikil umræða hefur verið um uppsagnir í fjármálageiranum undanfarið í kjölfar ástandsins í geiranum. 2.4.2008 13:47
Geir Haarde talaði markaðinn upp í góða stöðu Allt bendir til að Geir Haarde forsætisráðherra hafi tekist að styrkja gengi krónunnar og tala hlutabréfamarkaðinn upp í góða stöðu í dag. Frá því að viðtal við hann birtist í Financial Times í morgun hefur gengi krónunnar styrkst um rúm 3 prósent og úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4 prósent. 2.4.2008 13:27
Skipti hækka hlutafé vegna kaupa á Sensa og Anza Stjórn Skipta hefur ákveðið að nýta heimild til hækkunnar á hlutafé félagsins vegna kaupanna á Sensa ehf. og Anza hf. 2.4.2008 13:00
BBC fjallar um efnahagsárásirnar á Ísland BBC birtir í dag frétt undir fyrirsögninni "Efnahagur Íslands undir árás" . Þar er fjallað um hugsanlegar mótaðgerðir Íslendinga á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði gegn vogunarsjóðum sem sagðir eru í árás gegn fjármálamarkaðinum. 2.4.2008 12:34
Askar Capital sáu um lánið fyrir Hafnarfjörð Askar Capital hefur lokið lántöku á 25 milljónum evra fyrir Hafnarfjarðarbæ. Bærinn óskaði eftir umsjón fyrirtækisins með lántöku til fjármögnunar á framkvæmdum bæjarins. Um er að ræða 25 milljón evra lán að jafnvirði um 3 milljarðar kr. 2.4.2008 11:22
NIBC afskrifar 300 milljónir evra vegna undirmálslána Eignarhaldsfélagið NIBC Holding, eigandi hollenska bankans NIBC, tilkynnti í gær að það hefði afskrifað 300 milljónir evra af verðbréfum tengdum bandarískum húsnæðislánum. 2.4.2008 11:09
Verslað með hluti í Landsbankanum á genginu 51,2 Utanþingsviðskipti voru í morgun með hluti í Landsbankanum á genginu 51,20 sem er langt yfir genginu í kauphöllinni nú sem stendur í 29,70. 2.4.2008 10:17
Miklar hækkanir á markaðinum Miklar hækkanir hafa verið á nokkrum félögum á markaðinum frá því að kauphöllin opnaði í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75 prósent og stendur nú í 5.125 stigum. 2.4.2008 10:11
Krónan styrkist um tæp 2,5% Krónan hefur styrkst um tæp 2,5% frá því að gjaldeyrismarkaðurinn opnaði í morgun. Gengisvísitalan er komin niður í 150,7 stig. 2.4.2008 09:58
Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins. 2.4.2008 09:30
Bankaráðsmaður Seðlabankans segir Ísland ekki að bráðna "Í núverandi fjármálakreppu er minni ástæða til að hafa áhyggjur af Íslandi en mörgum öðrum stöðum. Ísland er ekki að bráðna niður," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af bankaráðsmönnum Seðlabankans í grein sem birt er eftir hann í blaðinu Wall Street Journal í dag. 2.4.2008 09:09
Geir Haarde hótar beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum Geir Haarde forsætisráðherra segir að Ísland sé reiðubúið til að beita beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum sem taldir eru standa fyrir árásum á fjármálakerfi landsins. 2.4.2008 08:45
Spila sókn en ekki vörn Milestone hyggst færa allar íslenskar eigur félagsins undir sænska fjármálafyrirtækið Invik. Í viðtali við Óla Kristján Ármannsson segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, búið að marka skýra stefnu til framtíðar með sókn inn á norrænan fjármálamarkað. Innan tveggja ára er stefnt að skráningu Invik í OMX Nordic Exchange-kauphöllina í Stokkhólmi. 2.4.2008 08:00
Reynt að semja um fjárhagslegt bakland erlendis Seðlabankinn ræðir við erlenda seðlabanka og fleiri um samning um gjaldmiðlaskipti. Einnig stendur til að taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. 2.4.2008 00:01
Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnarþenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verðtryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. 2.4.2008 00:01
Bankahólfið: Uppsagnir Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. 2.4.2008 00:01
Konur fara eftir leikreglum karlanna „Ungar konur sem vilja ná langt verða að fara eftir leikreglum karla. Ég gerði það sjálf. Það var eina leiðin og ég fékk það sem ég vildi,“ segir Karin Forseke, fyrrverandi forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna slíkri stöðu í heiminum og situr í stjórn breska fjármálaeftirlitsins. 2.4.2008 00:01
Ímynd og sparisjóður Ímyndarvísitala bankanna er mæld tvisvar á ári. Í síðustu mælingu styrktist staða íslensku sparisjóðanna mest milli ára. 2.4.2008 00:01
Feiknastuð á Wall Street Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða. 1.4.2008 21:28
Bjarni í lok dags Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins var gestur Björgvins Guðmundssonar í lok dag. Hæg er að sjá viðtalið með því að smella á hlekkinn. 1.4.2008 17:12
Úrvalsvísitalan náði rúmlega 5.000 stigum Úrvalsvísitalan náði að hífa sig upp fyrir 5.000 stigin seinni part dagsins í dag. Lokagildi hennar var 5.041 stig sem er lækkun upp á 0,21%. 1.4.2008 15:42
Mars var annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf Mars var annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf samkvæmt yfirliti um markaðinn frá kauphöllinni. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í mánuðinum var 564 milljarðar kr. en í janúar s.l. var metið sett eða 683 milljarðar kr. 1.4.2008 15:25
Standard & Poor’s einnig með neikvæða athugun Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur til athugunar lánshæfiseinkunnir fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs með neikvæðum vísbendingum. 1.4.2008 15:03
Börsen segir ótta um hrun auka þrýstingin á krónuna Viðskiptablaðið Börsen fjallar um fréttirnar frá Fitch í dag undir fyrirsögninni "Óttinn við hrun eykur þrýstinginn á krónuna". Sem kunnugt er af fréttum hefur Fitch breytt lánshæfishorfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Og Fitch er með bankana þrjá á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. 1.4.2008 14:18
Fitch breytir horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í neikvæðar Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hafi verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. 1.4.2008 13:34
Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað mest Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað mest á fyrsta ársfjórðungi ársins borin saman við helstu vísitölur hlutabréfa í þróaðri löndum. Icelandic Group, FL Group, SPRON og Exista voru þau félög sem féllu um og yfir 50 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. 1.4.2008 13:14
Fitch skoðar lækkun á lánshæfismati bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis og tveggja annarra banka á Íslandi til skoðunar með möguleika á lækkun. 1.4.2008 11:17
Wallenberg fjölskyldan íhugar kaup á Nordea Wallenberg fjölskyldan sænska íhugar nú að reyna kaupin á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Industri. 1.4.2008 11:09
Krónan hefur lækkað fimm mánuði í röð Krónan veiktist um 15,3% í marsmánuði, og er það fimmti mánuðurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar, en miklar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar undanfarna mánuði. 1.4.2008 10:43
Neikvæð opnun á markaðinum Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á neikvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,47% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.027 stigum. 1.4.2008 10:29
Exista hefur tryggt sér 88 prósent í Skiptum Fjárfestingafélagið Exista hefur tryggt sér nærri 88 prósent af hlutafé í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. 1.4.2008 10:20
Nokkrir gjalddagar krónubréfa framundan Nokkrir gjalddagar krónubréfa eru framundan nú í apríl en alls gjaldfalla krónubréf að nafnvirði 16 milljarða kr. innan mánaðarins. 1.4.2008 10:13