Viðskipti innlent

Skipti hækka hlutafé vegna kaupa á Sensa og Anza

Stjórn Skipta hefur ákveðið að nýta heimild til hækkunnar á hlutafé félagsins vegna kaupanna á Sensa ehf. og Anza hf.

Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar segir að heimildin sé í grein 4.6 í samþykktum félagsins og um sé að ræða tæplega 134 milljónir kr. Þessa er getið í lýsingu Skipta frá 4. mars s.l. Hækkunin er greidd með hlutabréfum í Anza og Sensa og fengu seljendur greitt með hlutabréfum í Skiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×