Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfismat á Straumi-Burðarás

William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss
William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss
Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. Lánshæfismat á langtímaeinkunn og almenn lánum er BBB- og eru langtímahorfur stöðugar.

Í tilkynningu frá Fitch segir að einkunnin endurspegli þá skoðun matsfyrirtækisins að þrátt fyrir áframhaldandi umrót á skuldabréfamarkaði og neikvæð viðhorf markaðsaðila gagnvart íslenskum aðilum geri lausafjárstaða Straums og viðráðanleg endurfjármögnunarþörf bankans að verkum að hann sé síður viðkvæmur en ella fyrir neikvæðri umræðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×