Viðskipti innlent

Fitch breytir horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í neikvæðar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hafi verið breytt úr stöðugum í neikvæðar.

Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar var staðfest A+ og fyrir innlendar langtímaskuldbindingar AA+. Samhliða þessu var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtíma­skuldbindingar F1 og landseinkunn AA- staðfest.

Breytingar á horfum ríkissjóðs endurspegla það að lánshæfiseinkunnir þriggja stærstu viðskiptabankanna Glitnis, Kaupþings banka og Landsbanka hafa verið settar til neikvæðrar athugunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×