Viðskipti innlent

Danski seðlabankinn segir lánasamkomulag ekki fyrir hendi

Viðskiptablaðið Börsen hefur eftir talsmanni danska seðlabankans í morgun að lánasamkomulag milli seðlabanka Norðurlandanna sé ekki fyrir hendi. Sem kunnugt er af frétt úr finnsku blaði hér á síðunni hafa Finnar áhyggjur af því að finnski seðlabankinn þurfi að hlaupa undir bagga með íslensku bönkunum ef illa fari.

„Það var til lánasamkomulag milli norrænu seðlabankanna en það er ekki lengur til staðar. Upphæðirnar voru of smáar og samkomulagið var aldrei notað," segir Niels Christian Beiler aðalritari Danska seðlabankans í samtali við Börsen.

Fram kemur í Börsen að hið eina sem til er skjalfest um lánasamkomulag milli seðlabankanna á Norðurlöndunum fjórum þar sem þeir gætu verið beðnir um að færa fjármagn til íslensku bankanna sé skjal er heitir "Memorandum of Understanding" sem staðfest var árið 2003. Skjalið fjallar um banka sem starfa í fleiru en einu norrænu ríkjanna.

Danski seðlabankinn, að sögn Beiler, telur að þetta samkomulag eigi ekki við í núverandi kringumstæðum þar sem bankakreppa sé ekki til staðar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×