Viðskipti innlent

Geir Haarde hótar beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum

Geir Haarde forsætisráðherra segir að Ísland sé reiðubúið til að beita beinum aðgerðum gegn vogunarsjóðum sem taldir eru standa fyrir árásum á fjármálakerfi landsins.

Þetta kemur fram í viðtali Financial Times við Geir sem birt er í dag undir fyrirsögninni Ísland hótar beinni íhlutun á markaði. Þar segir Geir: „Við viljum sjá á bak þessu fólki og erum að kanna möguleika okkar." Aðspurður nánar vill Geir ekki fara út í smáatriði en segir: „Bjarnargildra þarf að koma á óvart."

Geir segir að vognunarsjóðir hafi veikt hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaðinn á ósanngjarnan og jafnvel ólöglegan hátt. „Þeir vilja bara græða með öllum tiltækum ráðum," segir hann.

Fram kemur í viðtalinu við forsætisráðherra að Seðlabankinn og ríkisstjórnin geti gripið til fjölda aðgerða til að hafa áhrif á stöðuna og þær hafi ekki allar verið notaðar enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×