Viðskipti innlent

Norrænir seðlabankar gætu þurft að bjarga íslensku bönkunum

Finnska viðskiptablaðið Kauppalehti greinir frá því í dag að Seðlabanki Finnlands gæti þurft að hlaupa undir bagga með íslenskum bönkum lendi þeir í miklum ógöngum. Samkvæmt blaðinu gerðu norrænu seðlabankarnir samkomulag fyrir fjórum árum síðan sem miðaði að því að koma á stöðugleika í bankakerfi svæðisins.

Samkomulagið gengur út á að bankarnir bera sameiginlega ábyrgð á öllum norrænum bönkum sem starfa í fleriu en einu Norðurlandi. Þá tekur blaðið fram að samkomulagið hafi verið gert áður en íslensku bankarnir hófu starfsemi í Finnlandi og bendir á að greiningarfyrirtækið Fitch hafi nýlega lækkað lánshæfismat Glitnis, Kaupþings og Landsbanka sem allir eru með starfsemi í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×