Viðskipti innlent

Verslað með hluti í Landsbankanum á genginu 51,2

Utanþingsviðskipti voru í morgun með hluti í Landsbankanum á genginu 51,20 sem er langt yfir genginu í kauphöllinni nú sem stendur í 29,70.

Um varð að ræða 10 milljónir hluta eða 512 milljónir kr. Sagt er að þessi viðskipti hafi ekki verðmyndandi áhrif á gengi Landsbankans. Að öllum líkindum er um framvirka samninga að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×