Viðskipti innlent

Exista hefur tryggt sér 88 prósent í Skiptum

Erlendur Hjaltason er forstjóri Exista.
Erlendur Hjaltason er forstjóri Exista. MYND/GVA

Fjárfestingafélagið Exista hefur tryggt sér nærri 88 prósent af hlutafé í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Skipti voru sett á markað fyrir skemmstu í samræmi við samninga ríkisins um sölu Símans. Sama dag og fyrirtækið var skráð á markað tilkynnti Exista, sem er stærsti hluthafi Skipta með um 44 prósent hlutafjár, að það hygðist gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð og taka Skipti af markaði.

Nú þegar hafa 44,2 prósent hluthafa í Skiptum gengið að tilboði Exista og því ræður Exista nú yfir tæplega 88 prósentum í félaginu. Tilboðstímabil Skipta stendur í átta vikur eða til 26. maí 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×