Fleiri fréttir NordVest verður Reykjavík Capital Reykjavík Capital hefur tekið yfir eignasafn og starfsemi NordVest Verðbréfa hf. Arnar Bjarnason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Reykjavík Capital hf. er fjármálafyrirtæki, í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu. Félagið hóf formlega starfsemi sína þann 31. mars. 31.3.2008 23:17 Salt óttast ekki veðkall á Glitnishlut Fjárfestingarfélagið Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessman óttast ekki að þurfa að sæta veðkalli á 2,3% hlut sinn i Glitni sem félagið keypti í desember á síðasta ári. 31.3.2008 16:49 Viðskipti með hluti í Glitni upp á 21,2 milljarða Mikil viðskipti hafa verið með eignarhluti í Glitni í dag og trónir bankinn á toppnum yfir viðskipti dagsins með veltu upp á 21,2 milljarða króna. Heimildir Vísis herma að viðskiptin tengist að mestu leyti framvirkum samningum en ekki sé um að ræða neinar breytingar á eignarhaldi bankans að svo búnu. 31.3.2008 16:49 Icelandic Group hrynur Kaupþing hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Félagið hækkaði um 5,38% og stendur gengi þess nú í 803. Exista hækkaði næst mest eða um 1,76% og Icelandair Group um 1,63%. 31.3.2008 16:47 Iceland Express íhugar ameríkuflug í haust „Ég get staðfest að við erum með ýmislegt á borðinu sem verið er að skoða en bíðum eftir rétta tímanum,“ segir Þorsteinn Guðmundsson stjórnarformaður Northern Travel Holding sem á meðal annars flugfélagið Iceland Express. 31.3.2008 16:12 Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum. 31.3.2008 16:02 FL Group selur allan hlut sinn í Finnair FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna. 31.3.2008 15:21 Íslendingar í stórframkvæmdum í Búkarest Hópur íslenskra fjárfesta áætlar að byggja um 1500 íbúðir í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest, á næstu árum. Verkefnið er komið á góðan skrið og þegar er búið að afhenda tugi íbúða. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs fer fyrir hópnum og hann segir mikla möguleika vera fyrir hendi í Austur-Evrópu ekki síst í fasteignaviðskipum. 31.3.2008 11:43 Keypt fyrir 3,8 milljarða kr. í Landsbankanum í morgun Hlutir að upphæð 3,8 milljarðar kr. voru keyptir í Landsbankanum í utanþingsviðskiptum í morgun. 31.3.2008 11:12 Krónan styrkist um tæp þrjú prósent Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið. 31.3.2008 10:51 Jákvæð opnun á markaðinum Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á jákvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,17% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 4.934 stigum. 31.3.2008 10:31 Svört skýrsla Bear Stearns eftir Íslandsheimsókn Nokkru eftir að fulltrúar fjögurra vogunarsjóða heimsóttu Ísland ásamt þremur mönnum frá fjárfestingarbankanum Bear Stearns gaf greining bankans út svarta skýrslu um íslenska markaðinn. 31.3.2008 10:23 Vogunarsjóðirnir tóku skortstöðu á íslenska markaðinum Fjórir alþjóðlegir vognunarsjóðir munu hafa tekið skortstöðu á íslenska markaðinum eftir áramótin. Fulltrúar þeirra komu hingað til lands á vegum fjárfestingabankans Bear Stearns í janúar. Kaupþing íhugar nú málsókn gegn Bear Stearns vegna málsins. 31.3.2008 10:00 Frakkar tóku sænska vodkann Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem framleiðir hinn þekkta Absolut-vodka. Kaupverð var 55 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa. 31.3.2008 09:39 FME rannsakar vogunarsjóði og Kaupþing íhugar að kæra Bear Stearns Viðskiptablaðið Financial Times segir í dag að Fjármálaeftirlitið sé komið af stað með opinbera rannsókn á því hvort alþjóðlegir vogunarsjóðir hafi ráðist á krónuna og fellt þannig gengi hennar. 31.3.2008 06:47 Kaupþing segist ekki hafa veikt krónuna Kaupþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem vísað er á bug orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar. 30.3.2008 18:41 Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans. 30.3.2008 11:06 Seðlabankinn hefur ekki sagt að hann geti bjargað bönkunum Sigurður G. Guðjónsson hrl segir að Seðlabankinn hafi ekki lýst því yfir að hann geti bjargað íslensku bönkunum ef illa fari. Seðlabankinn hefur einfaldlega ekki nægan gjaldeyrisforða til þess í dag. 30.3.2008 13:32 Breytt í sumartíma í kauphöllinni á morgun Breytt verður yfir í sumarviðskiptatíma í OMX Kauphöllinni frá og með morgundeginum mánudegi, 31. mars. 30.3.2008 10:26 Fullyrt að bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða á gengishruni Áætlað er að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum, eftir því sem fullyrt er í breska blaðinu The Times. 29.3.2008 14:45 Leita þarf til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á mörkuðum Ragnar H. Guðmundsson hjá Askar Capital var gestur Björgvins Guðmundssonar í „Í lok dags". Þar sagði hann að leita þurfi til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á hlutabréfamörkuðum eins og nú um stundir. 28.3.2008 18:05 Meira en helmingslíkur á gjaldþroti bankanna segir Bloomberg Meira en helmingslíkur eru á gjaldþroti stærstu banka Íslands sé horft til skuldatryggingarálags þeirra, segir í frétt sem birtist á fréttaveitunni Bloomberg í dag. 28.3.2008 17:57 Davíð vill alþjóðlega rannsókn á atlögu óprúttinna miðlara Davíð Oddson, Seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í dag að til álita komi að gera alþjóðlega rannsókn á því sem hann kallar tilræði við heilbrigð fjármálakerfi. Davíð sagði að nú stæði yfir atlaga óprúttinna miðlara gegn íslenska ríkinu og innlendum bönkum. 28.3.2008 17:43 Uppsveiflunni lokið en horfur góðar Geir Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á ársfundi Seðlabankans í dag. Þar sagði hann meðal annars að uppsveiflu síðustu ára í íslensku efnahagslífi sé lokið. Hann ítrekaði að íslenskt efnahagslíf standi traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. 28.3.2008 16:59 Stjórn Spron segist hafa starfað í góðri trú Stjórn SPRON hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins síðan í gær sem fjallaði um viðskipti stjórnarmanna með bréf í félaginu. Þar segir meðal annars að stjórnin hafi ekki getað ályktað annað en að birting upplýsinga um viðskipti innherja væri óheimil. 28.3.2008 16:43 Icelandic Group fellur annan daginn í röð Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent. 28.3.2008 16:32 Kaup Nordic Partners á Hamé samþykkt Tékkneska samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners á tékkneska matvælafyrirtækinu Hamé. Gengið var frá kaupunum í byrjun þessa árs en þau voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Tékklandi. 28.3.2008 13:46 Síldarvinnslan með 2,5 milljarða kr. hagnað Síldarvinnslan hf. var rekin með 2. 507 milljóna kr. hagnaði fyrir skatta á árinu 2007. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er 2.738 milljónir kr. eða 27% af rekstrartekjum. 28.3.2008 13:41 Stjórnarformaður Bear Stearns selur hluti sína Jimmy Cayne stjórnarformaður Bear Stearns hefur selt alla hluti sína í bankanum fyrir 61 milljón dollara eða sem nemur 10,84 dollurum á hlut. Þar með er talið vonlaust að meira fáist fyrir bankann en þeir 1,2 milljarðar dollara sem JP Morgan hefur boðið. 28.3.2008 13:27 Fjárauður kvenna eykst hratt í heiminum Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital segir að fjárauður kvenna um allan heim aukist með miklum hraða - mun meiri hraða en margir geri sér grein fyrir. 28.3.2008 12:13 Börsen segir íslensk hlutabréf í skammarkróknum Danska viðskiptablaðið Börsen fjallar töluvert um íslenskt viðskiptalíf á vefsíðu sinni í dag. Þar segir blaðið m.a. í fyrirsögn á einni greininni að íslensk hlutabréf séu komin í skammarkrókinn á alheimsvísu. 28.3.2008 12:03 Glitnir reiknar með 10% verðbólgu í næsta mánuði Greining Glitnis reiknar með því að verðbólgan fari nálægt 10% í næsta mánuði. Hinsvegar verði verðbólgukúfurinn nú tiltölulega skammvinnur og að draga muni úr verðbólguhraðanum á síðari hluta þessa árs og að 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást upp úr miðju næsta ári. 28.3.2008 10:47 Góðar hækkanir í Asíu Góðar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðunum í Asíu í dag, föstudag. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,7% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,7%. 28.3.2008 10:37 Úrvalsvísitalan aftur niður fyrir 5.000 stig Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið neikvæður frá opnun í morgun og ekkert félag hefur hækkað. Úrvalsvísitalan er komin aftur niður fyrir 5.000 stigin, hefur fallið um 0,65% og er í 4.993 stigum. 28.3.2008 10:26 Gengið hefur fallið um 2,5 prósent í morgun Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um rúmlega 2,5 prósent í morgun frá því að gjaldeyrirsmarkaðurinn var opnaður. 28.3.2008 10:07 Moody´s setur einkunnina Aaa á sérvalin skuldabréf Glitnis Moody's Investors Service tilkynnti í gærdag að það hefði veitt tveimur fyrstu útgáfum Glitnis á sérvörðum íslenskum skuldabréfum lánshæfismatið Aaa. 28.3.2008 09:51 Verðbólgan mælist 8,7 prósent - Ekki hærri í sex ár Verðbólgan mælist nú 8,7 prósent á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í morgun. Til samanburðar var hún 6,8 prósent í síðasta mánuði. 28.3.2008 09:03 Verðbólgumet í vændum Peningamálastefna Seðlabanka Íslands sjö ára og verðbólgukúfur framundan. 28.3.2008 06:00 Icelandic Group niður um tæp 15% í dag Icelandic Group hf. lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Félagið lækkaði um 14,64% og er gengi félagsins nú 2,39. 27.3.2008 16:41 Icelandic Group niður um rúm 8% Icelandic Group hf. hefur lækkað mest allra félaga í Kauphöllinni það sem af er degi. Félagið hefur lækkað um 8,21% í dag og stendur gengi félagsins nú í 2,57. Atlantic Petroleum hefur hinsvegar hækkað mest allra félaga. 27.3.2008 14:02 Breyta flugvélum sínum fyrir 2 milljarða Flugfarþegar Icelandair sem flugu til og frá London um páskana ráku margir hverjir upp stór augu þegar inn í vélina var komið. Glæný leðursæti og sjónvarpsskjáir í hverju sæti létu mörgum farþeganum líða líkt og fína fólkinu á fyrsta farrými. Um er að ræða 2 milljarða króna yfirhalningu á 11 vélum félagsins. 27.3.2008 11:58 Verðbólga aðeins undir markmiði í 18 mánuði af 84 Verðbólga hér á landi hefur aðeins verið í 18 mánuði af 84 undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því að núverandi peningamálastefna var tekin upp. 27.3.2008 11:52 SpKef þarf að hlutafélagavæðast áður en af sameiningu getur orðið „Þetta var rætt á aðalfundi félagsins en þessu þarf að slá á frest þar sem fyrst þarf að breyta okkur í hlutafélag áður en að sameiningunni getur orðið,“ segir Baldur Guðmundsson markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík um sameiningu bankans og Icebank. 27.3.2008 11:13 Exista leiddi hækkun í byrjun dags Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag. 27.3.2008 10:06 Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. 27.3.2008 09:36 Sjá næstu 50 fréttir
NordVest verður Reykjavík Capital Reykjavík Capital hefur tekið yfir eignasafn og starfsemi NordVest Verðbréfa hf. Arnar Bjarnason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Reykjavík Capital hf. er fjármálafyrirtæki, í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu. Félagið hóf formlega starfsemi sína þann 31. mars. 31.3.2008 23:17
Salt óttast ekki veðkall á Glitnishlut Fjárfestingarfélagið Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessman óttast ekki að þurfa að sæta veðkalli á 2,3% hlut sinn i Glitni sem félagið keypti í desember á síðasta ári. 31.3.2008 16:49
Viðskipti með hluti í Glitni upp á 21,2 milljarða Mikil viðskipti hafa verið með eignarhluti í Glitni í dag og trónir bankinn á toppnum yfir viðskipti dagsins með veltu upp á 21,2 milljarða króna. Heimildir Vísis herma að viðskiptin tengist að mestu leyti framvirkum samningum en ekki sé um að ræða neinar breytingar á eignarhaldi bankans að svo búnu. 31.3.2008 16:49
Icelandic Group hrynur Kaupþing hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Félagið hækkaði um 5,38% og stendur gengi þess nú í 803. Exista hækkaði næst mest eða um 1,76% og Icelandair Group um 1,63%. 31.3.2008 16:47
Iceland Express íhugar ameríkuflug í haust „Ég get staðfest að við erum með ýmislegt á borðinu sem verið er að skoða en bíðum eftir rétta tímanum,“ segir Þorsteinn Guðmundsson stjórnarformaður Northern Travel Holding sem á meðal annars flugfélagið Iceland Express. 31.3.2008 16:12
Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum. 31.3.2008 16:02
FL Group selur allan hlut sinn í Finnair FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna. 31.3.2008 15:21
Íslendingar í stórframkvæmdum í Búkarest Hópur íslenskra fjárfesta áætlar að byggja um 1500 íbúðir í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest, á næstu árum. Verkefnið er komið á góðan skrið og þegar er búið að afhenda tugi íbúða. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs fer fyrir hópnum og hann segir mikla möguleika vera fyrir hendi í Austur-Evrópu ekki síst í fasteignaviðskipum. 31.3.2008 11:43
Keypt fyrir 3,8 milljarða kr. í Landsbankanum í morgun Hlutir að upphæð 3,8 milljarðar kr. voru keyptir í Landsbankanum í utanþingsviðskiptum í morgun. 31.3.2008 11:12
Krónan styrkist um tæp þrjú prósent Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið. 31.3.2008 10:51
Jákvæð opnun á markaðinum Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á jákvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,17% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 4.934 stigum. 31.3.2008 10:31
Svört skýrsla Bear Stearns eftir Íslandsheimsókn Nokkru eftir að fulltrúar fjögurra vogunarsjóða heimsóttu Ísland ásamt þremur mönnum frá fjárfestingarbankanum Bear Stearns gaf greining bankans út svarta skýrslu um íslenska markaðinn. 31.3.2008 10:23
Vogunarsjóðirnir tóku skortstöðu á íslenska markaðinum Fjórir alþjóðlegir vognunarsjóðir munu hafa tekið skortstöðu á íslenska markaðinum eftir áramótin. Fulltrúar þeirra komu hingað til lands á vegum fjárfestingabankans Bear Stearns í janúar. Kaupþing íhugar nú málsókn gegn Bear Stearns vegna málsins. 31.3.2008 10:00
Frakkar tóku sænska vodkann Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem framleiðir hinn þekkta Absolut-vodka. Kaupverð var 55 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa. 31.3.2008 09:39
FME rannsakar vogunarsjóði og Kaupþing íhugar að kæra Bear Stearns Viðskiptablaðið Financial Times segir í dag að Fjármálaeftirlitið sé komið af stað með opinbera rannsókn á því hvort alþjóðlegir vogunarsjóðir hafi ráðist á krónuna og fellt þannig gengi hennar. 31.3.2008 06:47
Kaupþing segist ekki hafa veikt krónuna Kaupþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem vísað er á bug orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar. 30.3.2008 18:41
Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans. 30.3.2008 11:06
Seðlabankinn hefur ekki sagt að hann geti bjargað bönkunum Sigurður G. Guðjónsson hrl segir að Seðlabankinn hafi ekki lýst því yfir að hann geti bjargað íslensku bönkunum ef illa fari. Seðlabankinn hefur einfaldlega ekki nægan gjaldeyrisforða til þess í dag. 30.3.2008 13:32
Breytt í sumartíma í kauphöllinni á morgun Breytt verður yfir í sumarviðskiptatíma í OMX Kauphöllinni frá og með morgundeginum mánudegi, 31. mars. 30.3.2008 10:26
Fullyrt að bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða á gengishruni Áætlað er að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum, eftir því sem fullyrt er í breska blaðinu The Times. 29.3.2008 14:45
Leita þarf til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á mörkuðum Ragnar H. Guðmundsson hjá Askar Capital var gestur Björgvins Guðmundssonar í „Í lok dags". Þar sagði hann að leita þurfi til ársins 2002 til að finna viðlíka flökt á hlutabréfamörkuðum eins og nú um stundir. 28.3.2008 18:05
Meira en helmingslíkur á gjaldþroti bankanna segir Bloomberg Meira en helmingslíkur eru á gjaldþroti stærstu banka Íslands sé horft til skuldatryggingarálags þeirra, segir í frétt sem birtist á fréttaveitunni Bloomberg í dag. 28.3.2008 17:57
Davíð vill alþjóðlega rannsókn á atlögu óprúttinna miðlara Davíð Oddson, Seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í dag að til álita komi að gera alþjóðlega rannsókn á því sem hann kallar tilræði við heilbrigð fjármálakerfi. Davíð sagði að nú stæði yfir atlaga óprúttinna miðlara gegn íslenska ríkinu og innlendum bönkum. 28.3.2008 17:43
Uppsveiflunni lokið en horfur góðar Geir Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á ársfundi Seðlabankans í dag. Þar sagði hann meðal annars að uppsveiflu síðustu ára í íslensku efnahagslífi sé lokið. Hann ítrekaði að íslenskt efnahagslíf standi traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. 28.3.2008 16:59
Stjórn Spron segist hafa starfað í góðri trú Stjórn SPRON hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins síðan í gær sem fjallaði um viðskipti stjórnarmanna með bréf í félaginu. Þar segir meðal annars að stjórnin hafi ekki getað ályktað annað en að birting upplýsinga um viðskipti innherja væri óheimil. 28.3.2008 16:43
Icelandic Group fellur annan daginn í röð Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent. 28.3.2008 16:32
Kaup Nordic Partners á Hamé samþykkt Tékkneska samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners á tékkneska matvælafyrirtækinu Hamé. Gengið var frá kaupunum í byrjun þessa árs en þau voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Tékklandi. 28.3.2008 13:46
Síldarvinnslan með 2,5 milljarða kr. hagnað Síldarvinnslan hf. var rekin með 2. 507 milljóna kr. hagnaði fyrir skatta á árinu 2007. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er 2.738 milljónir kr. eða 27% af rekstrartekjum. 28.3.2008 13:41
Stjórnarformaður Bear Stearns selur hluti sína Jimmy Cayne stjórnarformaður Bear Stearns hefur selt alla hluti sína í bankanum fyrir 61 milljón dollara eða sem nemur 10,84 dollurum á hlut. Þar með er talið vonlaust að meira fáist fyrir bankann en þeir 1,2 milljarðar dollara sem JP Morgan hefur boðið. 28.3.2008 13:27
Fjárauður kvenna eykst hratt í heiminum Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital segir að fjárauður kvenna um allan heim aukist með miklum hraða - mun meiri hraða en margir geri sér grein fyrir. 28.3.2008 12:13
Börsen segir íslensk hlutabréf í skammarkróknum Danska viðskiptablaðið Börsen fjallar töluvert um íslenskt viðskiptalíf á vefsíðu sinni í dag. Þar segir blaðið m.a. í fyrirsögn á einni greininni að íslensk hlutabréf séu komin í skammarkrókinn á alheimsvísu. 28.3.2008 12:03
Glitnir reiknar með 10% verðbólgu í næsta mánuði Greining Glitnis reiknar með því að verðbólgan fari nálægt 10% í næsta mánuði. Hinsvegar verði verðbólgukúfurinn nú tiltölulega skammvinnur og að draga muni úr verðbólguhraðanum á síðari hluta þessa árs og að 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást upp úr miðju næsta ári. 28.3.2008 10:47
Góðar hækkanir í Asíu Góðar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðunum í Asíu í dag, föstudag. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,7% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,7%. 28.3.2008 10:37
Úrvalsvísitalan aftur niður fyrir 5.000 stig Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið neikvæður frá opnun í morgun og ekkert félag hefur hækkað. Úrvalsvísitalan er komin aftur niður fyrir 5.000 stigin, hefur fallið um 0,65% og er í 4.993 stigum. 28.3.2008 10:26
Gengið hefur fallið um 2,5 prósent í morgun Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um rúmlega 2,5 prósent í morgun frá því að gjaldeyrirsmarkaðurinn var opnaður. 28.3.2008 10:07
Moody´s setur einkunnina Aaa á sérvalin skuldabréf Glitnis Moody's Investors Service tilkynnti í gærdag að það hefði veitt tveimur fyrstu útgáfum Glitnis á sérvörðum íslenskum skuldabréfum lánshæfismatið Aaa. 28.3.2008 09:51
Verðbólgan mælist 8,7 prósent - Ekki hærri í sex ár Verðbólgan mælist nú 8,7 prósent á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í morgun. Til samanburðar var hún 6,8 prósent í síðasta mánuði. 28.3.2008 09:03
Verðbólgumet í vændum Peningamálastefna Seðlabanka Íslands sjö ára og verðbólgukúfur framundan. 28.3.2008 06:00
Icelandic Group niður um tæp 15% í dag Icelandic Group hf. lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Félagið lækkaði um 14,64% og er gengi félagsins nú 2,39. 27.3.2008 16:41
Icelandic Group niður um rúm 8% Icelandic Group hf. hefur lækkað mest allra félaga í Kauphöllinni það sem af er degi. Félagið hefur lækkað um 8,21% í dag og stendur gengi félagsins nú í 2,57. Atlantic Petroleum hefur hinsvegar hækkað mest allra félaga. 27.3.2008 14:02
Breyta flugvélum sínum fyrir 2 milljarða Flugfarþegar Icelandair sem flugu til og frá London um páskana ráku margir hverjir upp stór augu þegar inn í vélina var komið. Glæný leðursæti og sjónvarpsskjáir í hverju sæti létu mörgum farþeganum líða líkt og fína fólkinu á fyrsta farrými. Um er að ræða 2 milljarða króna yfirhalningu á 11 vélum félagsins. 27.3.2008 11:58
Verðbólga aðeins undir markmiði í 18 mánuði af 84 Verðbólga hér á landi hefur aðeins verið í 18 mánuði af 84 undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því að núverandi peningamálastefna var tekin upp. 27.3.2008 11:52
SpKef þarf að hlutafélagavæðast áður en af sameiningu getur orðið „Þetta var rætt á aðalfundi félagsins en þessu þarf að slá á frest þar sem fyrst þarf að breyta okkur í hlutafélag áður en að sameiningunni getur orðið,“ segir Baldur Guðmundsson markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík um sameiningu bankans og Icebank. 27.3.2008 11:13
Exista leiddi hækkun í byrjun dags Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag. 27.3.2008 10:06
Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. 27.3.2008 09:36