Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan náði rúmlega 5.000 stigum

Úrvalsvísitalan náði að hífa sig upp fyrir 5.000 stigin seinni part dagsins í dag. Lokagildi hennar var 5.041 stig sem er lækkun upp á 0,21%.

Mesta hækkun varð hjá Eik banka eða 3,5%, Skipti hækkuðu um 0,8% og Atorka um 0,5%.

Mesta lækkun varð á bréfum í Eimskip eða 4,3%, Icelandic lækkaði um 3,2% og Icelandair um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×