Viðskipti erlent

Wallenberg fjölskyldan íhugar kaup á Nordea

Wallenberg fjölskyldan sænska íhugar nú að reyna kaupin á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Industri.

Hlutur sænska ríkisins er metinn á um 50 milljarða skr. eða sem svarar til um 650 milljarða kr. Meðal þeirra fyrirtækja sem Wallenberg fjölskyldan myndi slást við um hlutinn er finnska tryggingarfélagið Sampo en Exista á nú rétt tæp 20% í Sampo. Reiknað er með að Lýður Guðmundsson taki sæti í stjórn Sampo á aðalfundi félagsins þann 15. apríl n.k..

Björn Wahlroos forstjóri Sampo hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að kaupa hlut sænska ríkisins. Talið er að hann vilji búta bankann upp, selja hluta hans og setjast sem stjórnarformaður yfir því sem eftir verður.

Áhugi Wallenberg fjölskyldunnar á kaupunum í Nordea kemur í kjölfar þess að þeir misstu af vínframleiðandann Vin & Spirit sem m.a. annars framleiðir Gammel Dansk og Absolut Vodka. Það var franki vínframleiðandinn Pernod Richard sem skaut Wallenbergunum ref fyrir rass í þessum kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×