Viðskipti innlent

Fitch skoðar lækkun á lánshæfismati bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis og tveggja annarra banka á Íslandi til skoðunar með möguleika á lækkun.

Í tilkynningu frá Glitni til kauphallarinnar segir að Fitch geri ráð fyrir að lánshæfismat bankanna liggi fyrir á næstu vikum eftir nánari skoðun á fjárhagslegum styrk þeirra og áhættustýringu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×