Viðskipti innlent

Nokkrir gjalddagar krónubréfa framundan

Nokkrir gjalddagar krónubréfa eru framundan nú í apríl en alls gjaldfalla krónubréf að nafnvirði 16 milljarða kr. innan mánaðarins.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að fyrsti gjalddaginn sé í dag, en þá gjaldfellur 3 milljarða kr. útgáfa hollenska bankans Rabobank.

Á föstudaginn falla svo þrjár minni útgáfur Evrópska Endurreisnar- og þróunarbankans, EBRD, fyrir samtals 4 milljarðar kr. á gjalddaga. Síðar í mánuðinum koma svo krónubréf að nafnvirði alls 12 milljarðar kr. á gjalddaga á þremur jafnstórum gjalddögum.

Til samanburðar gjaldféllu alls krónubréf að nafnvirði 100 milljarðar kr. auk vaxta á 1. fjórðungi ársins, þar af voru 25 milljarða kr. útgáfa sem Landsbankinn var umsjónaraðila með og ætla má að hafi verið í eigu innlendra aðila.

Ný útgáfa á 1. ársfjórðungi nam ríflega 98 milljörðum kr. Metútgáfa var í janúar þegar bréf að nafnvirði ríflega 82 milljarða kr. voru gefin út. Heildarútistandandi krónubréf nema nú ríflega 366 milljörðum kr. eða um 30% af vergri landsframleiðslu. Hefur krónubréfastaðan ekki verið minni frá því í apríl á síðasta ári.

Greining Glitnis reiknar með krónubréfaútgáfan verði á rólegu nótunum í náinni framtíð.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×