Viðskipti innlent

BBC fjallar um efnahagsárásirnar á Ísland

BBC birtir í dag frétt undir fyrirsögninni "Efnahagur Íslands undir árás" . Þar er fjallað um hugsanlegar mótaðgerðir Íslendinga á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði gegn vogunarsjóðum sem sagðir eru í árás gegn fjármálamarkaðinum.

Grein BBC byggir að mestu á viðtali blaðsins Financial Times við Geir Haarde forsætisráðherra sem Vísir fjallaði um fyrr í morgun og hægt er að sjá hér á síðunni.

BBC segir að íslensk stjórnvöld standi í þeirri trú að spákaupmenn hafi breitt út óhróður til að skapa ótta um bankakreppu til þess að hagnast á skortstöðum í íslensku krónunni og hlutabréfamarkaðinum.

Þá er greint frá athugunum lánshæfisfyrirtækjanna Fitch og Standard & Poors á stóru bönkunum þremur og ríkissjóði. Sagt er frá áhyggjum Fitch og Standard & Poors um að stjórnvöld þurfi að hlaupa undir bagga með bönkunum til að koma í veg fyrir kreppu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×