Viðskipti innlent

Askar Capital sáu um lánið fyrir Hafnarfjörð

Askar Capital hefur lokið lántöku á 25 milljónum evra fyrir Hafnarfjarðarbæ. Bærinn óskaði eftir umsjón fyrirtækisins með lántöku til fjármögnunar á framkvæmdum bæjarins. Um er að ræða 25 milljón evra lán að jafnvirði um 3 milljarðar kr.

Askar Capital sá um að leita tilboða hjá erlendum bönkum vegna lántöku Hafnarfjarðarbæjar. Tilboð sem bárust voru metin út frá kjörum og fleiri þáttum. Eins og fram kom á Vísi í gær var um evrulán að ræða annarsvegar og kanadíska dollara hinsvegar. Var skuldatryggingarálagið á þessum lánum aðeins 75 púnktar og 85 púnktar sem er langt undir því sem bankarnir og ríkissjóður þurfa að greiða.

„Hafnarfjarðarbær er traustur lántakandi og fékk góðar viðtökur hjá þeim bönkum í tengslaneti okkar sem sérhæfa sig í lánveitingum til sveitarfélaga.," segir Þórður Jónasson, framkvæmdastjóri hjá Askar Capital. „Sú staðreynd að kjör bæjarins eru mun betri en skuldatryggingarálög á íslenska banka og ríkissjóð gefa tilefni til bjartsýni, en nokkur samkeppni var meðal lánveitenda um að veita lánið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×