Viðskipti innlent

Rannsókn FME verður flýtt eins og kostur er

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort einhverjir aðilar hafi reynt að dreifa neikvæðum orðrómi um íslenska markaðinn með skipulögðum hætti verður flýtt eins og kostur er.

 

Eins og kunnugt er af fréttum hóf FME rannsókn í síðustu viku er beinist að því hvort aðilar hafi á skipulegan hátt dreift neikvæðum orðrómi um íslenska fjármálakerfið eða íslensku bankana, í því skyni að hagnast á því. En líkur eru taldar til að reynt hafi verið að veikja krónuna og hlutabréfamarkaðinn með þessum hætti.

 

Íris Björk Hreinsdóttir upplýsingafulltrúi FME segir að þessa stundina sé stofnunin að safna saman og afla sér gagna í málinu. "Það er ekki hægt að segja til um á þessari stundi hve langan tíma þessi vinna tekur okkur en rannsókn þessari mun verða flýtt eins og kostur er," segir Íris Björk.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×