Viðskipti innlent

Miklar hækkanir á markaðinum

Miklar hækkanir hafa verið á nokkrum félögum á markaðinum frá því að kauphöllin opnaði í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75 prósent og stendur nú í 5.125 stigum.

Mestar hækkanir hafa verið á bréfum í FL Group eða 6,63 prósent en um tíma hækkuðu hlutir þess félags um yfir átta prósent. Exista hefur hækkað um 6,5 prósent, Bakkavör um 3,4 prósent og SPRON um 3,3 prósent.

Aðeins eitt félag hefur lækkað, eða Færeyjabanki um 0,33 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×