Viðskipti innlent

Bankaráðsmaður Seðlabankans segir Ísland ekki að bráðna

"Í núverandi fjármálakreppu er minni ástæða til að hafa áhyggjur af Íslandi en mörgum öðrum stöðum. Ísland er ekki að bráðna niður," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af bankaráðsmönnum Seðlabankans í grein sem birt er eftir hann í blaðinu Wall Street Journal í dag.

 

Hannes Hólmsteinn segir í greininni að fregnir um bráðnunin í heimalandi sínu séu verulega yfirdrifnar. Að vísu sé rétt að viðskiptahallinn hafi verið16% af þjóðarframleiðslu á síðasta ári en það sé um 25% hagstæðari útkoma en árið 2006.

Og þótt hreinar skuldir einkageirans á Íslandi séu nú 120% af þjóðarframleiðslu er ríkissjóður svo gott sem skuldlaus. Það sé sökum pólitísks stöðugleika.

Megnið af skuldum einkageirans sé vegna aðgangsharðrar stefnu bankana og fjárfestingarsjóða. Þegar heilsa efnahagslífsins sé skoðuð eigi ekki bara að líta framtíð þeirra fjárfestinga sem fjármagnaðar eru með lánum. Einnig verði að horfa til þess nýja fjármagns sem skapað hefur verið á Íslandi undanfarin 16 ár.

Hannes ræðir síðan auðsköpunin á Íslandi undanfarin 16 ár og nefnir þar til sögunnar kvótakerfið, einkavæðingu banka og fjárfestingarsjóða og þá staðreynd að á Íslandi er eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heimsins að sögn OECD.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×